Fjallskilanefnd
1. Fundargerð fulltrúa fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugdæla.
Fyrir liggur fundargerð fulltrúa fjallskilanefnda Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugdæla. Fundargerðin staðfest samhljóða af fundarmönnum.
2. Þjóðgarðssmölun.
Fyrir liggur að Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður og framkvæmdastjóri Þingvallanefndar hefur tekið yfir utanumhald á smölun í þjóðgarðinum sjálfum og því mun fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps ekki hafa nein afskipti af smölun nema ósk komi um það frá Einari.
3. Álagning fjallskila.
Rætt var um fyrirkomulag á álagningu fjallskila.
4. Greiðslur fyrir unnin fjallskil.
Rætt var um fyrirkomulag á greiðslum fyrir unnin fjallskil.
Getum við bætt efni síðunnar?