Fara í efni

Fjallskilanefnd

32. fundur 28. mars 2022 kl. 20:00 - 21:30 Fjarbúnaður
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður
  • Auður Gunnarsdóttir
  • Benedikt Gústavsson
  • Guðjón Kjartansson
  • Rúna Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir
  1. Samfélagsstefna.

Lögð var fram til kynningar samfélagsstefna sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið.

  1. Fjallskilanefnd

Formaður fór yfir vinnu sveitarstjórnar við samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem rædd var tillaga um að fækka nefndarmönnum í Fjallskilanefnd. Nefndin er sammála um að það þurfi áfram að skipa fimm aðila til setu í nefndinni líkt og verið hefur.

  1. Önnur mál

Rædd voru ýmis mál tengd næstu fjallferð m.a.

  • Mögulega aukaleitir í Grafningi í kringum Sandfellið.
  • Skoða með dagsetningu á seinni leit í Grímsnesi á fjallseðli.
  • Skipa fjallkónga í eftirleitir.
  • Ingólfshólf lagað, hólfið minnkað og sett verði járnhlið.
  • Á fjallseðlum verði skipaðir réttarstjórar.
  • Verklag vegna jarða sem ekki eru smalaðar.
  • Í byrjun sumars verði fjallvegir yfirfarnir og lagfærðir.
Getum við bætt efni síðunnar?