Fjallskilanefnd
1. Viðmiðunarreglur um niðurfellingu fjallskila
Fjallskilanefnd leggur til að ekki verði gerðar viðmiðunarreglur um niðurfellingu fjallskila þar sem að í fjallskilasamþykkt stendur að allir þeir sem eiga og hafa fé skuli borga fjallskil. Ef að farið yrði í það að búa viðmiðunarreglur þyrfti að gera það fyrir alla sem tilheyra fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna.
2. Uppbygging Klausturhólarétta
Fjallskilanefnd bókar að farið verði í uppbyggingu á Klausturhólaréttum þar sem að þær eru orðnar hættulegar búpeningi og fólki en vitað er um skepnu sem lenti undir vegg er hann féll. Áhugi er fyrir því að nota réttirnir þar sem allt fé sem kemur úr Lyngdalsheiði er smalað niður að Klausturhólum og bændurnir þar vilja ekki fá mikið af ókunnugu fé inn í sín fjárhús. Nefndin leggur til að gömlu réttirnar verði jafnaðar við jörðu og að byggðar verði réttir álíka þeim sem voru gerðar í Grafningi.
3. Afréttaskrá
Nefndin felur formanni að vinna í þessu verkefni í samstarfi við sveitarstjóra.
4. Smölun Björk 1
Samkvæmt upplýsingum var þetta svæði smalað í fyrstu leit en vitað er um tvær ær með lömbum á túninu heima við Björk 1, formanni falið að leysa þetta. Einnig rætt um að það þurfi að koma á seinni leit í Lyngdalsheiði.
5. Viðhald girðinga frá nýja Lyngdalsheiðarvegi niður að Syðri-Brú og girðingar almennt
Nefndin telur að eitthvað þurfi að gera í þessari girðingu svo að fé sé ekki að fara á Þingvallarveginn þar sem að þær komast svo áfram niður úr og þess vegna yfir Sogsbrúna og þá orðnar línubrjótar. Mikið af fólki kvartar yfir fé á Ljósafossi og við Syðri-Brú og bændur orðnir þreyttir á endalausum símtölum og skilaboðum frá þessu fólki á sumrin. Einnig þarf að viðhalda vel öllum þeim girðingum í sveitarfélaginu sem eiga að hindra það að fé komist á vegi og þess háttar.
6. Skógræktin á Úlfljótsvatni
Þetta svæði er ósmalað en landeigendum ber að smala sitt land og koma í skilaréttir. Heyra þarf í þeim sem eru í forsvari og benda þeim á þetta og finna lausn á málinu. Einnig eru kindur í sumarbústaðarhverfi í Krókslandi en girðinginn þar er ónýt þar sem hún snýr að fjallinu. Erfitt er að smala þarna þar sem erfitt er að komast inn í hverfið vegna símahliða en landeigendum ber þó að smala þetta sjálfir.
7. Nesjar og veiðilendur
Mikið af fé bæði fullorðnu og lömbum í landinu á Nesjum sem eru komin aftur á land sem tilheyrir afréttarsvæði. Spurning hvernig eigi að leysa það. Með svokallaðar veiðilendur þar sem fé kemur saman þegar gránar í fjöllum, hver á að smala það þegar það er ennþá sláturtíð?
8. Girðing á Ingólfsfjalli
Girðingin er orðin ónýt á kafla og svæði sem á að vera fjárlaust er það ekki og er ekki smalað. Það er búið að vera að hamra á þessu í nokkur ár og formanni falið að halda áfram með það. Það er þörf á endurbótum og komið hefur upp hugmynd að girða frá Stóra-Hálsi 2km langa girðingu sem að myndi loka af Ingólfsfjall.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:00.