Fara í efni

Fjallskilanefnd

37. fundur 13. febrúar 2023 kl. 18:30 - 21:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Rúna Jónsdóttir
  • Guðrún S. Sigurðardóttir
  • Brúney Bjarklind Kjartansdóttir
  • Bergur Guðmundsson
  • Haraldur Páll Þórsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Rúna Jónsdóttir

1. Minnisblað sambandsins – ágangur búfjár.
Minnisblað lagt fram.
2. Minnisblað LEX .
Minnisblað lagt fram. Sveitarstjóri getur óskað eftir fundi með fjallskilanefnd ef óskað er eftir hugmyndum að lausnum frá nefndinni.
3. Vesturleit í Grímsnesi.
Ræddar voru mögulegar breytingar á Vesturleit. Hvort eigi að smala aftur eins og var gert áður til að Vestur- og Austurleit séu að smala samhliða. Hvort eigi að gista í Gatfelli aftur. Mögulega breytingu á smölun vegna ónýtra girðinga frá Ingólfshólfi og upp Hrafnabjargarháls.
4. Smölun á hreppamörkum.
Rætt annars vegar um að tala við fjallskilanefnd Laugdæla vegna smölunar á Laugarvatnsvöllum, að hún fari fram samhliða heiðarsmölun.
Og hins vegar rætt um að tala við fjallskilanefnd Ölfus vegna smölunar á mörkum á og við Hengilsvæði.
5. Kerling.
Ræddar útfærslur á endurnýjun skála í Kerlingu.
6. Girðingamál.
Ræddar girðingar í sveitarfélaginu og aðrar girðingar sem koma að okkar fé á fjalli.
Bókun girðingamál:
Fjallskilanefnd leggur til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshreppur leiti eftir því við Vegagerðina að girt verði sunnan vegar með Grafningsvegi, frá brú við Villingavatn að ristahliði á sveitarfélagsmörkum við Bláskógabyggð er engin veggirðing.
Fjallskilanefnd hvetur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að viðhalda afréttar/veggirðingum í eigu/umsjá sveitarfélagssins. Og að sveitarfélagið hvetji Bláskógabyggð til að sinna viðhaldi á sínum girðingum sem taka við girðingum í umsjá Grímsnes- og Grafningshrepps.
Fjallskilanefnd hvetur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps til að eiga samtal við Bláskógabyggð og Þjóðgarð að þjóðgarðurinn verði girtur af.

Fundi slitið 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?