Fara í efni

Fjallskilanefnd

38. fundur 17. apríl 2023 kl. 18:00 - 19:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðrún S. Sigurðardóttir
  • Rúna Jónsdóttir
  • Brúney Bjarklind Kjartansdóttir
  • Bergur Guðmundsson
  • Haraldur Páll Þórsson
  • Ása Valdís Árnadóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Iða Marsibil Jónsdóttir
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Rúna Jónsdóttir


1. Álögð fjallskil
Ása kynnti áætlun og raun tölur síðustu ára, ræddar mögulegar breytingar. Sveitarstjórn mun sjá um Excel útreikinga.
2. Girðingamál
Ekki hefur neinn sótt um að taka yfir viðhald girðinga sveitarfélagsins. Sveitarstjórn hefur lauslega rætt við Bláskógarbyggð vegna þjóðgarðsgirðingar sem fékkst ekki mikill hljómgrunnur fyrir.
Fjallskilanefnd hvetur sveitarstjórn til að auglýsa eftir verktökum sem víðast. Farið yfir hvar helst er þörf á viðgerðum og nýgirðingum.
3. Smalamennskur
Rætt var um mögulegar breytingar á smalamennsku í haust og hvernig það skal framkvæmt.
4. Skálamál
Rætt hvernig skuli standa að uppbyggingu skála í Kerlingu.

Fundi slitið 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?