Fjallskilanefnd
1. Tillögur að leiðréttingu fjallskilaseðils
Þar sem sveitafélagið náði ekki að innleiða á haustmánuðum þessa árs nýtt álagningakerfi við innheimtu fjallskila vegna ársins 2023 leggur fjallskilanefnd til að greiddur verði í eitt skipti árið 2023 sérstakur landbúnaðarstyrkur til sauðfjárbænda í sveitafélaginu vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Sveitastjórn bókaði á fundi sínum þann 1. Nóvember 2023 um stöðu landbúnaðar og lýsti þar yfir áhyggjum sínum að stöðu bænda. Leggjum við því til að sveitarfélagið komi til móts við sauðfjárbændur vegna hækkandi kosnaðar við fjallskil og annan rekstur sauðfjárbúa og greiði einskiptisstyrki samkvæmt meðfylgjandi skjali. Styrkurinn yrði í samræmi við fjárfjölda.
2. Tillögur fjallskilanefndar að styrktarupphæðum.
Bær Fjöldi fjár Styrkur
Miðengi 132 145.200
Vaðnes 20 22.000
Bjarnast/Básar 37 40.700
Stóri-Háls 251 276.100
Þóroddsstaðir 29 31.900
Brjánsstaðir 32 35.200
Hamrar 376 413.600
Nesjar 282 310.200
Bíldsfell III 30 33.000
Villingavatn 150 165.000
Björk 2 97 106.700
Hagi 141 155.100
Klausturhólar 271 298.100
Stóra-Borg 8 8.800
Samtals 2.041.600
Ekki fleira tekið fyrir á fundinum og honum slitið 21:30