Fara í efni

Fjallskilanefnd

42. fundur 11. júní 2024 kl. 19:00 - 20:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Bergur Guðmundsson formaður
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Jakob Guðnason
  • Steinar Sigurjónsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson

1. Verkefni nefndarinnar
Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar.
2. Grafningurinn
Farið yfir stöðu varðandi leitir í Grafningi. Fyrir liggur að fé hefur fækkað talsvert í Grafningnum og kemur líklega til með að fækka enn frekar. Formanni og starfsmanni
nefndarinnar falið að ræða við fjallskilanefnd í Ölfusi um aðkomu þeirra að smölun á Grafningsafrétti.
3. Samræming leita
Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við fjallskilanefnd Laugardals varðandi samræmingu leita í Töglum og á Völlum.
4. Nýting beitarsvæða
Farið yfir svör sem hafa borist rafrænt vegna nýtingar á sameiginlegum beitarsvæðum. Fyrirkomulagið varðandi söfnun svara virðist virka ágætlega en starfsmanni nefndarinnar falið
að ræða við þá sem ekki hafa svarað.
5. Girðingamál
Fjallskilanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hvetur sveitarstjórn til að skora á Þingvallaþjóðgarð að klára að girða af Þjóðgarðinn og viðhalda þeim girðingum sem fyrir eru á
svæðinu.
6. Fjallmannahittingur
Rætt um að halda Fjallmannahitting í haust að loknum smalamennskum. Formanni falið að vinna að útfærslu.
7. Fyrirkomulag leita
Farið lauslega yfir fyrirkomulag leita og hvort að undirbúa þurfi breytingar varðandi fyrirkomulag. Almenn ánægja með fyrirkomulag leita síðasta haust og lagt til að unnið verði út
frá því skipulagi. Endurskoða þarf dagsverk vegna seinni leita í kringum Búrfell og víðar.
8. Klausturhólaréttir
Nefndin leggur til að Klausturhólaréttir verði jafnaðar við jörðu sem fyrst áður en meiri skaði hlýst af þeim. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna að málinu. Jafnframt er starfsmanni falið að skoða aðra möguleika varðandi staðsetningu rétta við Klausturhóla.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 20:25

Getum við bætt efni síðunnar?