Fjallskilanefnd
1. Fjallseðill
Farið yfir fjallseðla fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp árið 2024 og starfsmanni nefndarinnar falið að klára uppsetningu á þeim.
2. Klausturhólarétt
Fjallskilanefnd leggur til að sveitafélagið geri ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að gera við Klausturhólarétt að hluta en rífa restina þar sem af henni stafi hætta vegna lélegs ástands.
Fjallskilanefnd leggur til að inngangsdilkurinn auk tveggja kofa sem í honum eru og dilkarnir sitt hvoru megin við inngangsdilkinn verði lagaðir en restin rifinn.
3. Undibúningur fjallferða
Starfsmanni nefndarinnar falið að yfirfara réttir, girðingar og skála sem nýttir eru til fjallferða og sjá til þess að ástand þeirra sé í lagi .
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00
Getum við bætt efni síðunnar?