Fara í efni

Fjallskilanefnd

44. fundur 06. desember 2024 kl. 13:00 - 15:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Bergur Guðmundsson formaður
  • Steinar Sigurjónsson
  • Ragnheiður Eggertsdóttir
  • Jakob Guðnason
  • Smári Bergmann Kolbeinsson í fjarveru Antoníu Helgu Guðmundsdóttur
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson

1. Unnin fjallskil.
Farið yfir reikninga vegna unninna fjallskila.
Einn reikning þarf að lagfæra, formanni falið að klára það.
Aðrir reikningar samþykktir.
Innheimta þarf vegna unninna fjallskila eftirfarandi aðila:
Hagavík alls 6 dagsverk að fjárhæð alls 60.000.-
Orkuveitan Nesjavellir alls 26 dagsverk að fjárhæð 260.000.-
Bláskógabyggð: Austurleit Þingvallasveit alls 150.000.-
Bláskógabyggð: Tögl alls 70.000.-
2. Fundargerð 41. fundar fjallskilanefndar
Oddviti sveitarfélagsins óskaði eftir áliti nefndarinnar á afgreiðslu mála frá 41. fundi fjallskilanefndar sem var frestað af sveitarstjórn þann 18. desember 2023.
Fjallskilanefnd samþykkir að fallið verði frá tillögunum sem lagðar voru fram á 41. fundi fjallskilanefndar þann 11. desember 2023.
3. Önnur mál
Rætt um að skilgreina betur hvernig greitt er fyrir búnað og tæki vegna fjallskila, ásamt því að yfirfara gjaldskrá fjallseðils. Ákveðið að nefndin skoði útfærslu og leggi fram tillögu á fundi sínum í vor. Rætt um skálann í Kerlingu og mögulegar framkvæmdir þar. Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?