Framkvæmda- og veitunefnd
Fundargerð.
6. fundur samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, þriðjudaginn 18.júní 2013 kl. 10:00 f.h.
Fundinn sátu:
Ágúst Gunnarsson
Baldur Sigurjónsson
Birgir Leó Ólafsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó Ólafsson
Efni
Á þessum fundi er farið yfir umsóknir sumarhúsaeiganda um styrki til viðhalds vega í Grímsnes og Grafningshreppi. Fjármagn til úthlutunar er 1.200.000kr fyrir árið 2013.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
Lækjarbakki,félag sumarhúsaeigenda við Lækjarbakka, Grímsnesi
Félag sumarbústaðaeigenda Bjarkarborg
Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi
Félag sumarhúsaeiganda í Kerengi
Félag lóðareigenda í miðborgum
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi
Sumarhúsafélagið Víðihlíð
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð
Félag landeigenda í Vaðnesi
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti
Sumarhúsafélagið Hestvík
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi
Landeigendur Nesi v/Apav.
Öndverðarnes
Félag sumarbústaðaeiganda 5 braut
Félag sumarlóðaeigenda Ásabraut Grímsnesi
Verkefnin snúast flest að því að bæta burð vega og hefla, leggja bundið slitlag og ganga frá ræsum.
Samþykkt að eftirfarandi tillaga að úthlutun verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar:
Nafn félags 2013 (tillaga)
Lækjarbakki,félag sumarhúsaeigenda við Lækjarbakka, Grímsnesi 25.000 kr.
Félag sumarbústeig Bjarkarborg 100.000 kr.
Félag frístundahúsalóðaeigenda Hæðarbrúna í Grímsnesi 25.000 kr.
Félag sumarhúsaeig í Kerengi 100.000 kr.
Félag lóðareigenda í miðborgum 50.000 kr.
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi 100.000 kr.
Sumarhúsafélagið Víðihlíð 100.000 kr.
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð 25.000 kr.
Félag landeigenda í Vaðnesi 125.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti 125.000 kr.
Sumarhúsafélagið Hestvík 75.000 kr.
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi 50.000 kr.
Landeigendur Nesi v/Apav. 25.000 kr.
Öndverðarnes 225.000 kr.
Félag sumarbústaðaeig 5 braut 25.000 kr.
Félag sumarlóðaeigenda Ásabraut Grímsnesi 25.000 kr.
Samtals 1.200.000 kr.
Á umsóknarblaði næsta árs mun verða gerð krafa um að félög skilgreini nánar staðsetningu svæðis, þeas í hvaða landi (jarðarheiti) viðkomandi svæði er skipulagt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 11:00