Framkvæmda- og veitunefnd
Fundargerð.
8. fundur samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn að Borgarbraut 8 Grímsnesi og Grafningshreppi þann 15. júní 2014 kl. 20:30
Fundinn sátu:
Ágúst Gunnarsson
Baldur Sigurjónsson
Birgir Leó Ólafsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Birgir Leó Ólafsson.
1. Vegstyrkir til sumarhúsafélaga.
Á þessum fundi er farið yfir umsóknir sumar- og lóðahúsaeiganda um styrki til viðhalds vega í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjármagn til úthlutunar er 1.800.000 kr. fyrir árið 2014.
Við mat á umsóknum og fjárhæða til hvers félags er horft til fjölda sumarhúsa á svæðinu, aldur svæðanna og hver úthlutunin hefur verið síðustu ár.
Verkefnin snúast flest að því að bæta burð vega og hefla, leggja bundið slitlag og ganga frá ræsum.
Eftirfarandi umsóknir bárust:
Kerhraun sumarhúsafélag í Grímsnesi
Félag sumarhúsaeig. í Kerengi
Félag lóðareigenda í miðborgum
Félag lóðareiganda í landi Minna Mosfells
Félag sumarhúsaeiganda í Norðurkotslandi FSNN
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð
Félag landeigenda í Vaðnesi
Sumarhúsafélagið Hestvík
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi
Landeigendur Nesi v/Apav.
Klausturhóll
Félag lands og frístundahúss eigenda við A og B götu í Norðurkotslandi
Öndverðarnes
Félag sumarbústaðaeig. 5 braut
Félag sumarlóðaeigenda Ásabraut Grímsnesi.
Samþykkt að eftirfarandi tillaga að úthlutun verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar:
Nafn félags 2014 tillaga
.
Félag sumarhúsaeig í Kerengi 70.000 kr.
Félag lóðareigenda í miðborgum 100.000 kr.
Félag lóðareiganda í landi Minna Mosfells 70.000 kr.
Félag sumarhúsaeiganda í Norðurkotslandi FSNN 265.000 kr.
Félag lóðareigenda í Farengi (í landi Miðengis) Grímsnesi 70.000 kr.
Heiðartjörn, félag í frístundabyggð 25.000 kr.
Félag landeigenda í Vaðnesi 70.000 kr.
Sumarhúsafélagið Hestvík 150.000 kr.
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi 70.000 kr.
Landeigendur Nesi v/Apav. 70.000 kr.
Klausturhóll 200.000 kr.
Félag lands og frístundahúss eigenda við A og B götu í Norðurkotslandi 200.000 kr.
Öndverðarnes 265.000 kr.
Félag sumarbústaðaeig 5 braut 75.000 kr.
Félag sumarlóðaeigenda Ásabraut Grímsnesi 100.000 kr.
Samtals 1.800.000 kr.
2. Önnur mál:
Samgöngunefnd vil beina því til sveitarstjórnar að sett verði upp skilti með heiti hringtorgsins á Borg. Torgið skal heita Grímstorg skv. ákvörðun sveitarstjórnar frá því 6.11.2013.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 22:30.