Framkvæmda- og veitunefnd
Fundargerð.
12. fundur samgöngunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps var haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 20:00 e.h.
Fundinn sátu:
Steinar Sigurjónsson, formaður
Björn Kristinn Pálmarsson
Jón Örn Ingileifsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Steinar Sigurjónsson
1. Úthlutun vegstyrkja til frístundabyggða
Farið var yfir umsóknir sem bárust um styrki til viðhalds á vegum í frístundabyggðum sveitarfélagsins. Heildarfjármagn til úthlutunar er 1.800.000 kr. fyrir árið 2016. Við mat á umsóknum félaganna var horft til heildarfjölda húsa á viðkomandi svæði, heildarvegalengdar svæðisins, kostnaðaráætlunar og styrkja sem félögin hafa fengið síðustu ár. Verkefnin snúast flest um að bera í vegi og lagfæra þá.
Samgöngunefnd leggur til að eftirtalin félög hljóti styrk skv. neðangreindu:
Félag sumarhúsaeigenda í Kerhrauni E-svæði 50.000 kr.
Furuborgir 75.000 kr.
Bakkabyggð 150.000 kr.
Sumarhúsafélagið Víðihlíð 100.000 kr.
Þristurinn 100.000 kr.
Vaðlækur – félag sumarhúsaeigenda við Vaðlækjaveg 200.000 kr.
Félag landeiganda við Kjarrmóa 75.000 kr.
Klausturhóll sumarhúsafélag 150.000 kr.
Kerhraun sumarhúsafélag 150.000 kr.
Félag sumarbústaðaeigenda í Norðurkotslandi og nágrenni 250.000 kr.
Félag sumarhúsaeigenda í Kerengi 100.000 kr.
Félag lóðareigenda í Farengi 150.000 kr.
Félag landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð í Vaðnesi 150.000 kr.
Frístundabyggð í Vatnsholti, efri byggð 100.000 kr.
Alls bárust 16 umsóknir, en hafna verður umsóknum Félags sumarhúsaeigenda í Sólbrekku í landi Syðri-Brúar og Félags lóðarhafa Kiðjabergi þar sem þau verk sem umsóknirnar ná til voru framkvæmd árið 2015 og standast því ekki úthlutunarreglur.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:43 e.h.