Framkvæmda- og veitunefnd
1. Grenndarstöð við Seyðishóla.
Farið yfir hönnun og stöðu á grenndarstöð við Seyðishóla. Inngangur að Seyðishólum verður við grenndarstöð og þannig er hægt að koma fyrir lengri röð inn á svæðið en áður. Útakstur verður einnig við norðvesturhlið grenndarstöðvar. Koma þarf upp hliði þeim megin til að koma í veg fyrir innakstur þar. Huga þarf að kaupum á sjálfvirku bómuhliði.
Koma þarf svo nýjum gámi fyrir við hlið núverandi afgreiðslu.
2. Fjárfestingaráætlun.
Farið var aftur yfir fjárfestingaráætlun. Búið er setja upp hugsanlegar fjárfestingar sem svo verða kynntar fyrir sveitarstjórn sem tekur afstöðu til málsins.
3. Sorpútboð.
Börkur Brynjarsson vann útboð GOGG, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um vinnslu útboðsgagna fyrir sorphirðu í sveitarfélögunum. Farið aðeins yfir stöðu mála á því verki.
4. Kort fyrir gámasvæði.
Verið er að útbúa kort fyrir gámasvæði þannig að húseigendur og fyrirtæki fá til sín rafrænt kort með innistæðu fyrir gámastöðina á Seyðishólum. Farið var yfir útfærslur á þeim kortum.
5. Sundlaug.
Ragnar fór yfir stöðu á framkvæmdum í sundlaug. Búið er að laga glugga, flísaleggja búningsklefa og laga leka ásamt því að mála. Beðið er eftir nýjum skápum.
6. Stækkun á íþróttahúsi.
Lauslega farið yfir stöðu á stækkun íþróttahúss.
7. Vatnsveita Fljótsbotnum.
Rennt var yfir stöðu mála vegna sameiginlegrar vatnsveitu í Fljótsbotnum.