Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

11. fundur 26. mars 2021 kl. 08:00 - 10:00 Fjarfundur í gegnum Teams
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson forfallaður
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Að auki sat fundinn: Ása Valdís Árnadóttir oddviti
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ragnar Guðmundsson.

1.  Verð í aðalhönnun á viðbyggingu íþróttamiðstöðvar.

Í verkið bárust þrjú tilboð, frá Teiknistofunni Tröð, Pro-Ark og Arkís. Farið var yfir verð og reynslu bjóðenda í svipuðum verkefnum. Veitunefnd Grímsnes- og Grafningshrepps leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð frá Arkís. Þeir hafa mesta reynslu í svipuðum verkefnum eftir yfirferð ferilskráa og notast við BIM í hönnun og voru metnir hæfastir. Ragnar mun óska eftir tilskyldum gögnum frá Arkís.

Getum við bætt efni síðunnar?