Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

13. fundur 07. júní 2021 kl. 08:15 - 09:45 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað
  • Steinar Sigurjónsson starfsmaður GOGG
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson

1.  Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um gjaldskrár vatnsveitna
sveitarfélaga
Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um gjaldskrár vatnsveitna
sveitarfélaga. Í bréfinu, sem sent er öllum sveitarfélögum, fer ráðuneytið fram á að gjaldskrá
vatnsveitu sveitarfélagsins verði yfirfarin með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins um
ákvörðun vatnsgjalds. Jafnframt fer ráðuneytið fram á að vera upplýst um langtímaáætlun
vatnsveitunnar.
Veitunefnd felur umsjónarmanni aðveitna ásamt sveitarstjóra að taka saman umbeðin gögn.
Jafnframt felur veitunefnd umsjónarmanni aðveitna að sækja um frest til ráðuneytisins til að
skila inn umbeðnum gögnum.

2. Fimm ára áætlun vatnsveitu
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 22.05.2021 um langtímaáætlun
vatnsveitu. Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að fjárfestingaáætlun fram til ársins 2026.
Veitunefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárfestingaáætlun:




3. Umsókn um heitavatnstengingu við Lækjarbraut 2a
Fyrir liggur umsókn um heitavatnstengingu við Lækjarbraut 2a.
Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að nýtengingunni verði hafnað þar sem ekki hefur verið
lögð stofnlögn í hverfið.

4. Teikningar frá Arkís af viðbyggingu við íþróttahús
Teikningar frá Arkís af viðbyggingu við íþróttahús liggja fyrir og eru lagðar fyrir nefndina til
umræðu og kynningar.
Athugasemdum og tillögum að breytingum hefur verið komið á framfæri við hönnuði.

5. Minnisblað dags. 20.05.2021 um Kaldárhöfðaverkefnið
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 20.05.2021 um Kaldárhöfðaverkefnið.
Lagt fram til kynningar.

6. Tilboð í göngustíg í Ásborgum
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 27.05.2021 um tilboð í stígagerð í
Ásborgum. Kostnaðaráætlun verkefnisins hljóðaði upp á 5.028.000 kr. Einungis eitt tilboð barst
í verkefnið en það var frá Suðurtak ehf. að fjárhæð 13.025.000 kr. og er því 159% yfir
kostnaðaráætlun.
Að mati nefndarinnar er óforsvaranlegt að ráðast í verkefnið á þessum forsendum og leggur
nefndin því til við sveitarstjórn að tilboðinu verði hafnað á grundvelli kostnaðaráætlunar.

7. Tilboð í hönnun og eftirlit fráveitu í Ásborgum
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 19.05.2021 um tilboð í hönnun og eftirlit
með hreinsistöð í Ásborgum. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 5.683.693 kr. en þrjú tilboð bárust
í verkið. Tilboðin sem bárust voru frá Mannvit hf. að fjárhæð 6.131.800 kr., Verkís hf. að
fjárhæð 8.895.000 kr. og Berki Reykjalín Brynjarssyni (Hvati ráðgjöf) að fjárhæð 1.520.400 kr.

Veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að tilboði lægsbjóðanda , Barkar Reykjalín Brynjarssonar, verði tekið.

 

8. Gerð hjólreiðastígar milli Sólheima og Borgar

Á 506. fundi sveitarstjórnar þann 19. maí 2021 var erindi Gunnars Gunnarssonar verkefnisstjóra
heilsueflandi samfélags um gerð hjólreiðastígar milli Sólheima og Borgar vísað til veitunefndar
til umræðu og kostnaðargreiningar. Veitunefnd telur að framkvæmdin verði ekki unnin nema
með aðkomu Vegagerðarinnar.
Veitunefnd felur Birni og Smára að semja erindi til Vegagerðarinnar.

9. Verkefni fyrir vinnuskóla sveitarfélagsins
Farið var yfir hugmyndir að verkefnum fyrir vinnuskóla sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni síðunnar?