Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

17. fundur 28. mars 2022 kl. 08:30 - 09:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Deiliskipulag athafnasvæðis við Sólheimaveg

Farið var yfir uppfærða tillögu að deiliskipulagsuppdrætti á nýju athafnasvæði við Sólheimaveg. Greinargerðin með deiliskipulaginu er í vinnslu og er búist við að fá fyrstu drög að greinargerðinni á næstu dögum.

Lagt fram til kynningar.

 

2. Umræða um fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu á golfvelli

Umræða um deiliskipulagsvinnu sem fyrirhugað er að ráðast í á golfvallarsvæði. Ýmsar hugmyndir ræddar en fyrirhugað er að hluti svæðisins falli í svokallaðan L3 flokk þar sem lóðir verða nokkuð stórar og með rúmum byggingarheimildum. Nefndarmenn sammála um að svæðið verði snyrtilegt og hugsanlega verði settir skilmálar um útlit húsa og litaval. Hús verði byggð á steyptri plötu.

Samþykkt að þessir punktar fari inn í deiliskipulagsvinnu.

3. Heitavatnsöflun í sveitarfélaginu

Farið yfir stöðu heitavatnsöflunar í sveitarfélaginu. Ljóst er að meira vatn vantar til að anna núverandi byggð og til frekari uppbyggingar í sveitarfélaginu. Verið er að kanna möguleika á frekari heitavatnsöflun í Vaðnesi en jafnframt væri æskilegt að skoða aðra valkosti. Víða er að finna heitt vatn í sveitarfélaginu, t.a.m. á Sólheimahring.

Ragnari og Smára falið að skoða valkosti við öflun á heitu vatni fyrir sveitarfélagið.

4. Önnur mál

Engin önnur mál á dagskrá.

Getum við bætt efni síðunnar?