Framkvæmda- og veitunefnd
1. Fyrirspurn um tengingu hitaveitu á Þóroddsstöðum
Lögð er fram fyrirspurn frá landeigendum á Þóroddsstöðum er varðar lagningu hitaveitu í þann hluta frístundahúsasvæðis jarðarinnar (Langirimi) sem ekki hefur tengst hitaveitu.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Ragnari að kostnaðarmeta framkvæmdina og leggja mat á þann fjölda tenginga til að framkvæmdin standi undir sér.
2. Fyrirspurn um tengingu hitaveitu og vatnsveitu í Kringlu 4
Lögð er fram fyrirspurn frá eigendum Kringlu 4 er varðar lagningu vatns- og hitaveitu í skipulagðar lóðir á svæðinu.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Ragnari að kostnaðarmeta lagningu vatnsveitu í hverfið. Ekki er talið mögulegt að tengja hitaveitu inn í hverfið að svo stöddu.
3. Fyrirspurn um tengingu vatnsveitu við Hlauphóla
Lagt er fram minnisblað frá Ragnari Guðmundssyni dags. 03.11.2021 er varðar tengingu nýrrar frístundahúsabyggðar (Hlauphóla) úr landi Stóru-Borgar við vatnsveitu sveitarfélagsins.
Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er 10.805.000 kr. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar árins 2023 verði gert ráð fyrir lagningu vatnsveitu í fyrsta áfanga Hlauphóla.
4. Framkvæmdir í Álfabyggð vegna vatnsveitu
Ragnar fór yfir stöðu framkvæmda við lagningu vatnsveitu í Álfabyggð en verkið er unnið í samvinnu við RARIK og því deilist kostnaður við verkið á milli RARIK og Grímsnes- og
Grafningshrepps. Framkvæmdin mun hefjast á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.
5. Staða skipulagsmála
a. L3 svæði á golfvelli
Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagi á nýju landbúnaðarsvæði (L3) á hluta þess svæðis sem áður hafði verið gert ráð fyrir golfvelli í landinu Minni-Borg golfvöllur (L208755). Í deiliskipulaginu er afmarkað svæði fyrir 12 íbúðalóðir með rúmum byggingarheimildum ásamt hesthúsahverfi. Töluverð umræða skapaðist um fyrirhugað skipulag. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gerðar verði breytingar á skilmálum deiliskipulagsins er varðar samræmt útlit bygginga innan lóða, lágmarksstærð íbúðarhúsa verði 160 m2, krafa verði um að hús verði á steyptri plötu. Skoða þarf vegtengingu fyrir innra svæðið (golfvöll). Fella þarf lóð nr. 10 út úr töflu í greinargerðinni. Samþykkt að uppfærð tillaga að deiliskipulagi verði tekin til umræðu á næsta fundi framkvæmda- og veitunefndar.
b. Nýtt hverfi á Borg – verðfyrirspurn
Fyrir liggur verðkönnun sem send var út í ágúst varðandi gerð deiliskipulags fyrir nýja íbúabyggð vestan við Skólabraut. Verðkönnunin var send á Landform, Eflu, Landhönnun,
Verkís og Mannvit. Frestur til að skila inn verðum er til kl. 14 þann 1. September 2022.
Lagt fram til kynningar.
c. Miðsvæði – staða verkefnis
Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagi á nýju miðsvæði á Borg. Um er að ræða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að aðalinngangur þjónustu- og verslunar á neðri hæð lóða nr. 3, 5, 7 og 9 verði frá bílastæði. Þá leggur nefndin til að hæð byggingar á lóð
nr. 1 verði meiri en 4 metrar.
d. Athafnasvæði – staða verkefnis
Tekin var stutt umræða um deiliskipulag á fyrirhuguðu athafnasvæði við Sólheimaveg sem nú er í auglýsingu.
Lagt fram til kynningar.
e. Golfvallarsvæði – staða verkefnis
Lögð eru fram til umræðu drög að deiliskipulagi á golfvallarsvæði við Minni-Borg. Á svæðinu er gert ráð fyrir 9 holu golfvelli, ásamt golfskála með veitingasölu og aðstöðu. Þá
er gert ráð fyrir gistiþjónustu á svæðinu.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gerðar verði breytingar á skipulaginu varðandi vegtengingu og staðsetningu þjónustubygginga. Ragnari falið að koma athugasemdum á
framfæri við hönnuð.
f. Tímalína skipulags- og framkvæmdavinnu
Ragnar fer yfir tímalínu þeirra skipulagsverkefna sem nú eru í vinnslu.
Framkvæmda- og veitunefnd lýsir ánægju sinni með skýra framsetningu á tímalínu verkefna. Rætt um að reyna að fylgja þessari tímalínu eftir fremsta megni og að uppfærð tímalína
verði lögð fram á mánaðarlegum fundum framkvæmda- og veitunefndar.
6. Viðbygging íþróttamiðstöðvar
Farið var yfir stöðuna á viðbyggingu íþróttamiðstöðvar. Eitt tilboð barst í verkið: Hönnun og ráðgjöf fyrir viðbyggingu íþróttamannvirkis á Borg í Grímsnesi og var það frá Eflu hf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur þegar samþykkt að taka tilboðinu. Drög að verksamning liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.
7. Leikvöllur við Hraunbraut – Kynning á framkvæmd og teikningar
Ragnar fór yfir fyrirhugaða framkvæmd á nýju leik- og dvalarsvæði við Hraunbraut.
Hönnunargögn unnin af Hermanni Ólafssyni frá Landhönnun slf. liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.
8. Úttekt á námum - Skýrsla
Fyrir liggja drög að skýslu vegna námuúttektar í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
9. Sorp- og kolsýrugeymsla við sundlaug – Kynning á framkvæmd
Ragnar kynnti fyrirhugaða byggingu sorp- og kolsýrugeymslu við sundlaug.
Lagt fram til kynningar.
10. Verkefni með ÍSOR
a. Kaldárhöfði
Verið er að vinna að því að fá rannsóknar og nýtingarleyfi á svæðinu.
Formanni falið að senda bréf á Sveitarfélagið Árborg í samráði við oddvita til að kanna hug
þeirra til verkefnisins eftir kosningar.
b. Björk og Búrfell
Von er á minnisblaði frá ÍSOR á næstunni varðandi vatnstökusvæði í Björk.
Lagt fram til kynningar.
c. Önnur svæði
Verið er að kanna önnur hugsanleg vatnstökusvæði í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
11. Vegstyrkir
Steinar fór yfir stöðuna varðandi styrki vegna veghalds í frístundabyggðum en umsóknarfrestur er til 15. september. Rætt um nauðsyn þess að breyta reglum um úthlutun vegstyrkja.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Steinari að yfirfara reglur um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi og koma með tillögur að breytingum í
samræmi við umræður á fundinum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 12:25