Framkvæmda- og veitunefnd
1. Uppfærð tímalína skipulagsmála
Ragnar fór yfir uppfærða tímalínu skipulagsmála.
Lagt fram til kynningar.
2. Minnisblað um deiliskipulag á Borg
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 13.09.2022 (uppfært 21.09.2022), um upphafsfund vegna nýs deiliskipulags á Borg. Minnispunktar af fundi.
Lagt fram til kynningar.
3. Fundur með vegagerðinni
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar, dags. 23.09.2022 vegna fundar milli Grímsnes- og Grafningshrepps og Vegagerðarinnar sem haldinn var á Selfossi þann 30.08.2022.
Meðal þess sem fram kom á fundinum var að vegagerðin er jákvæð fyrir gerð undirgangna undir Biskupstungnabraut sem tengir saman Borgarsvæðið og nýtt L3 svæði/golfvöll. Rætt var um hringtorg og hraðakstur framhjá Borg, uppbyggingu Búrfellsvegar, vegstubb á Efri Grafningsvegi sem á eftir að malbika og veggirðingar í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
4. Yfirferð á verksamning við Eflu, Arkís og Verkís varðandi íþróttahús
Fyrir liggja verksamningar við Eflu, Arkís og Verkís varðandi þá verkþætti sem að þeim snúavegna byggingar íþróttahúss.
Lagt fram til kynningar.
5. Fjárfestingaráætlanir
Nú er hafinn undirbúningur að gerð fjárfestingaráætlana til næstu ára. Mikilvægt er að fá tillögur að fjárfestingum frá nefndum sem fyrst svo hægt sé að kostnaðarmeta þær.
Framkvæmda- og veitunefnd felur Smára að hafa samband við formenn nefnda og óska eftir tillögum frá nefndunum. Ragnari falið að taka saman fyrirhugaðar fjárfestingar í vatnsveitu, hitaveitu, gatnagerð o.fl.
6. Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Fyrir liggur bókun bæjarráðs Árborgar frá 5 .september sl. um endurskipan á fulltrúum Árborgar í starfshóp um vatnsöflun frá Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
7. Breytingar á gjaldskrá vatnsveitu GOGG
Ragnar fór yfir tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá vatnsveitu GOGG. Nokkur umræða skapaðist um gjaldskrána en fyrirliggjandi tillaga gengur út á að veitan reki sig til framtíðar og mögulegt verði að ráðast í þær framkvæmdir sem talið er nauðsynlegt að fara í til að styrkja veituna til lengri tíma.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að fundarmönnum gefist kostur á að kynna sér gjaldskrána betur eftir umræður og koma athugasemdum skriflega á framfæri við Ragnar áður en tillagan verður send sveitarstjórn til afgreiðslu.
8. Álestur af hitaveitumælum
Ákveðið hefur verið að hætta að lesa af hitaveitumælum fjórum sinnum á ári. Lesið verður af mælum núna og um áramótin og svo ekki aftur fyrr en um næstu áramót. Notkun ársins verður því áætluð frá þeim tímapunkti. Ef notendur vilja skila inn álestri er það mögulegt í gegnum eyðublað á netinu.
Lagt fram til kynningar.
9. Minnisblað um afkastaprófun holu SO-04
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 22.09.2022 um fyrirhugaða afkastaprófun á holu SO-04 á Sólheimum. Í minnisblaðinu er farið yfir ferlið og þær aðferðir sem ÍSOR hyggst beita við
afkastaprófun holunnar. Lagt fram til kynningar.
10. Umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum
Fyrir liggja 17 umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að 16 frístundahúsafélög fái styrk samkvæmt neðangreindri töflu vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 16.
september 2021 – 15. september 2022. Eitt félag sótti um styrk vegna framkvæmda sem unnar voru utan styrkveitingartímabils og því uppfyllir það ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.
11. Bundið slitlag á heimreiðar
Fyrir liggja þrjár umsóknir/fyrirspurnir um bundið slitlag á heimreiðar.
Framkvæmda- og veitunefnd er jákvæð fyrir verkefninu og felur Steinari að óska eftir kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni. Samþykkt að taka umsóknirnar fyrir aftur í framkvæmda og
veitunefnd þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:45