Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

4. fundur 28. nóvember 2022 kl. 08:30 - 09:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári Bergmann Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson.

1. Gjaldskrá kaldavatnsveitu
Tillaga að nýrri gjaldskrá kaldavatnsveitu lögð fram á fundinum.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að ákvæði um vatnsgjald verði tekið út úr fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá þar til fyrir liggur mæling á notkun stórnotenda. Ragnari falið að gera mælingu á notkun stórnotenda. Ragnari jafnframt falið að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum og leggja svo uppfærð drög fyrir sveitarstjórn.
2. Reglugerð fyrir hitaveitu
Ragnar kynnti drög að nýrri reglugerð fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Í nýrri reglugerð er m.a. skerpt á ákvæðum um staðsetningu tengigrindar og aðgengi starfsmanna veitunnar að inntaksrými.
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.
3. Loftslagsstefna Grímsnes- og Grafningshrepps
Fyrir liggja drög að loftslagsstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps. Erindi barst frá Guðmundi Finnbogasyni, formanni loftslags- og umhverfisnefndar, þar sem óskað er eftir að aðrar nefndir sveitarfélagsins rýni drögin.
Framkvæmda- og veitunefnd fagnar því að verið sé að vinna loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Nokkur umræða skapaðist um stefnuna. Nefndarmönnum falið að koma sínum athugasemdum á framfæri við formann loftslags- og umhverfisnefndar.
4. Bundið slitlag á heimreiðar
Fyrir liggja nokkrar beiðnir um lagningu bundins slitlags á heimreiðar. Á árinu 2022 hafði verið gert ráð fyrir greiðsluþátttöku við lagningu bundins slitlags á heimreiðarnar að Snæfoksstöðum og Kiðjabergi en ekki náðist að fara í þau verk á árinu 2022.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir greiðsluþátttöku við lagningu bundins slitlags á heimreiðarnar að Snæfoksstöðum og Kiðjabergi á árinu 2023. Jafnframt leggur nefndin til að gert verði ráð fyrir greiðsluþátttöku við heimreiðina að Ormsstöðum/Ártanga á árinu 2023 og heimreiðarnar að Stóra-Hálsi og Bústjórabyggð á árinu 2024.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 09:50

Getum við bætt efni síðunnar?