Framkvæmda- og veitunefnd
1. Samningur um hönnun athafnasvæðis
Undirritaður hefur verið samningur við EFLU hf. um hönnun gatna, fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, gatnalýsingu og samræmingu annarra veitna á nýju athafnasvæði við Sólheimaveg.
Lagt fram til kynningar. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að framkvæmdatími gatnagerðar verði rúmur og nái inn á haustið 2023.
2. Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
a. Greinargerð vegna rannsóknarleyfis
Fyrir liggja drög að greinargerð vegna umsóknar um rannsóknarleyfi í landi Kaldárhöfða.
Lagt fram til kynningar.
b. Minnisblað af fundi samráðshóps dags. 26.01.2023
Fyrir liggur minnisblað af fundi samráðshóps vegna Kaldárhöfða. Í minnisblaðinu kemur fram að stefnt sé að því að fara í rannsóknarboranir á þessu ári. Kostnaðarskipting vegna þessa hluta verkefnisins skiptist jafnt á Grímsnes- og Grafningshrepp, Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp.
Lagt fram til kynningar.
3. Stækkun íþróttamiðstöðvar - Teikningasett
Teikningasett vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg lagt fram.
Lagt fram til kynningar. Umræða skapaðist um mögulegt rekstrarfyrirkomulag á líkamsræktinni. Nefndarmenn og sveitarstjórn hvött til að leiða hugann að því hvert rekstrarfyrirkomulagið á að vera.
4. Staða heitavatnsöflunar
Ragnar fór yfir stöðu heitavatnsöflunar í sveitarfélaginu. Viðræður eru í gangi við Sólheima um mögulega vatnsöflun þaðan. Mælingar í Sólheimum standa yfir eins og fram kom á síðasta fundi Framkvæmda- og veitunefndar en von er á ítarlegum niðurstöðum mælinga eftir nokkrar vikur. Til skoðunar er að fara í frekari vatnsöflun í Vaðnesi en samtal hefur staðið yfir um nokkra hríð við landeigendur þar um frekari vatnsöflun ásamt mögulegum kaupum á dreifikerfi og eignum Orkubús Vaðness ehf. Sent hefur verið erindi á Veitur ohf. um hvort mögulegt sé að kaupa af þeim vatn til að setja inn á dreifikerfi Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
Framkvæmda- og veitunefnd telur mikilvægt að stíga stærri skref sem miða að því að tryggja rekstraröryggi veitunnar til framtíðar. Í því samhengi telur nefndin mikilvægt að eiga samtal við jarðeigendur víðar í sveitarfélaginu um möguleika sveitarfélagsins til að hagnýta jarðhita í þeirra landi til að tryggja rekstaröryggi veitunnar og styðja við áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 09:35