Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Drög að uppfærðum reglum um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi
Farið yfir drög að uppfærðum reglum um úthlutun lóða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til lítilsháttar breytingar á drögunum áður en þær verða lagðar fyrir sveitarstjórn. Tillögur að breytingum voru skráðar niður á fundinum.
3. Minnisblað ÍSOR dags. 23.05.2023 um mælinga- og rannsóknaráætlun vegna mögulegrar vatnstöku í landi Hallkelshóla
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 23.05.2023 um mælinga- og rannsóknaráætlun vegna mögulegrar vatnstöku í landi Hallkelshóla. Hugmyndir eru um að nýta uppsprettur og lindir
austanvert í landi Hallkelshóla í þágu veitna sveitarfélagsins. Ekki er fyrirsjáanlegt að umfangsmikilla framkvæmda sé þörf til að nýta vatnið og bæta inn á veitukerfi sveitarfélagsins
og rask því ekki verulegt.
Lagt fram til kynningar.
4. Niðurstöður útboðs í verkið „Athafnasvæði við Sólheimaveg – Gatnagerð“
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða í verkið „Athafnasvæði við Sólheimaveg – Gatnagerð“ sem haldinn var þann 9. maí 2023.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Aðalleið ehf: 99.434.550 kr.
Aðalleið ehf frávikstilboð: 81.724.800 kr.
Suðurtak ehf: 78.447.024 kr.
Magnús Ingberg Jónsson: 114.236.600 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Suðurtaks ehf. verði tekið.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:30