Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023
Ragnar kynnti stöðu þeirra verkefna sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
2. Athafnasvæði – verkfundargerð dags. 03.10.2023
Fyrir liggur fundargerð frá 2. verkfundi um verkið „Athafnasvæði við Sólheimaveg“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Minnisblað af fundi Vegagerðarinnar með fulltrúum sveitarfélagsins, dags. 14.09.2023
Fyrir liggur minnisblað af fundi Vegagerðarinnar með fulltrúum sveitarfélagsins þar sem kynnt voru fyrir Vegagerðinni fyrirhuguð uppbyggingaráform á Borgarsvæðinu. Rætt var um
hringtorg vestan við Borg til að bæta umferðarflæði inn á nýja íbúða- og þjónustubyggð. Jafnframt var rætt um nauðsyn þess að koma undirgöngum við Borg fyrir gangangi/hjólandi/ríðandi inn á umferðaröryggisáætlun komandi ára. Jafnframt voru önnur mál rædd.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
4. Kynning frá Eflu á landupplýsinga gagnagrunninum Gagnalandi
Á fundinn kom Friðþór Sófus Sigurmundsson frá Eflu og kynnti landupplýsinga gagnagrunninn Gagnaland.
Framkvæmda og veituefnd þakkar Friðþóri fyrir áhugaverða kynningu. Nefndin felur Ragnari að taka saman minnisblað þar sem lagt er mat á þörf sveitarfélagsins fyrir slíkan gagnagrunn.
5. Gatnamót við Skólabraut
Fyrir liggur uppdráttur frá Eflu þar sem sýnd er vegtenging frá Skólabraut inn á nýtt þjónustusvæði.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við uppdráttinn.
6. Vatnsveita: Kostnaðaráætlun í lögn frá Írafossi að miðlun Búrfellsveitu
Fyrir liggja tvær kostnaðaráætlanir á stofnlögn frá Írafossi að miðlun Búrfellsveitu. Annars vegar er um að ræða kostnaðaráætlun m.v. Ø200 mm lögn sem hljóðar upp á 245 m.kr. og hins vegar Ø250 mm lögn sem hljóðar upp á 284 m.kr.
Kostnaðaráætlanirnar lagðar fram til kynningar. Nefndin mun fjalla um málið aftur þegar árangur borana í Kaldárhöfða liggur fyrir.
7. Hitaveita: Minnisblöð frá ÍSOR vegna jarðvarmavinnslu á Sólheimum
Fyrir liggur minnisblað frá ÍSOR dags. 02.10.2023 um sjálfbæra vinnslugetu úr jarðhitakerfinu á Sólheimum.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
8. Hitaveita: Minnisblað frá ÍSOR vegna efnasýnatöku í Vaðnesi, Kringlu og Sólheimum
Fyrir liggur minnisblað ÍSOR dags. 13.09.2023 um niðurstöður efnagreininga á vatnssýnum úr vinnsluholum hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps í Vaðnesi, og Kringlu, auk sýna úr tveimur hitaveituholum á Sólheimum.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
9. Umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum
Fyrir liggja 19 umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að veittur verði styrkur til frístundahúsafélaga samkvæmt eftirfarandi töflu vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 16.
september 2022 – 15. september 2023.
Nafn frístundahúsafélags Fjárhæð styrks
Félag sumarhúsaeigenda v/Ásskóga 100.000
Furuborgafélagið 100.000
Félag sumarbústaðaeigenda við 5. braut við Álftavatn 100.000
Þristurinn 100.000
Félag sumarbústaðaeigenda í landi Villingavatns 49.600
Kerhraun frístundahúsafélag 200.000
Félag lóðareigenda í Miðborgum 350.000
Félag sumarhúsalóðaeigenda Þórsstíg 350.000
Félag sumarbústaðaeigenda í Oddsholti 100.000
Félag Landeigenda við Mosabraut og Hrauntröð Vaðnesi 100.000
Ásar, frístundabyggð í Búrfellslandi 200.000
Félag lóðareigenda í Farengi 300.000
Félag sumarhúsaeiganda Syðri-Brú 100.000
Hestur Landeigendafélag 350.000
Félag sumarhúsaeiganda við Heiðarbraut 350.000
Félag sumarhúsaeigenda Kerengi 150.000
Félag sumarhúsaeigenda við Ásgarðsbreiðu 150.000
Sumarhúsafélagið Hestvík 150.000
Félag lóðaeigenda Mýrarkoti 200.000
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:15