Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

17. fundur 22. apríl 2024 kl. 08:30 - 09:50 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir oddviti
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson

1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2024
Farið yfir framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.
2. Múrviðgerðir á Félagsheimilinu Borg
Fyrir liggur minnisblað Steinars Sigurjónssonar dags. 17.04.2024 um múrviðgerðir á Félagsheimilinu Borg. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að setja allt að 5 m.kr. í múrviðgerðir
og málun á Félagsheimilinu Borg. Ljóst er að þeir fjármunir sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun duga ekki til stórframkvæmda, en ætti þó að duga til að laga helstu skemmdir á
múrhúð og sprungur í steypu, ásamt málun á húsinu að hluta eða heild.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Framkvæmda- og veitunefnd felur Steinari að fá verð í lagfæringar á suður og vestur hlið félagsheimilisins. Ákjósanlegast væri að taka þær hliðar í sömu framkvæmdinni.
3. Viðgerð á þökum sundlaugar og stjórnsýsluhúss
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar um viðgerð á þökum sundlaugar og stjórnsýsluhúss. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir leka í þökum karla- og kvennaklefa
sundlaugarinnar á Borg en jafnframt kemur fram að líklega leki þak stjórnsýsluhússins einnig. Í minnisblaðinu liggur fyrir kostnaðarmat frá GSG þaklögnum ehf. vegna lagfæringa á þökum sundlaugar og stjórnsýsluhúss. Í minnisblaðinu er lagt til að fundið verði fé til að fara í lagfæringar á þökum eins fljótt og mögulegt er.
Framkvæmda- og veitunefnd er sammála því sem fram kemur í minnisblaðinu um mikilvægi þess að grípa til aðgerða sem fyrst til að koma í veg fyrir leka í þökum þessara fasteigna. Nefndin felur Ragnari að fá tilboð frá öðrum aðila í verkið til samanburðar og leggja það fram á næsta fundi framkvæmda- og veitunefndar.
4. Heitavatnsöflun í Vaðnesi
Unnið er að frekari heitavatnsöflun í Vaðnesi. Fyrir liggja borskýrslur fram til 16.4.2024. Búið er að bora niður í 348 metra. Einhverjar bilanir hafa komið upp sem hafa ollið töfum en heilt yfir miðar verkinu ágætlega áfram.
Borskýrslurnar lagðar fram til kynningar.
5. Vesturbyggð 1. áfangi – Fundargerð 4. verkfundar
Fyrir liggur fundargerð dags. 2.04.2024 af 4. verkfundi vegna verksins „Vesturbyggð 1. áfangi“.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Skólalóð – Teikningar og snið
Fyrir liggja teikningar og snið af hönnun skólalóðar frá Landhönnun.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemdir við teikningarnar fyrir sitt leyti en telur mikilvægt að skólanefnd fái þær jafnframt til umsagnar.
7. Hreinsistöð – verðkönnun
Fyrir liggja gögn/lýsing vegna verðkönnunar Grímsnes- og Grafningshrepps í verkið „Hreinsistöð Borg – niðursetning – verðkönnun“. Verkinu skal vera lokið 1. september 2024.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn.
8. Endurskipulagning hitaveitu- og kaldavatnsreksturs
Fyrir liggur skýrsla KPMG um endurskipulagningu hitaveitu- og kaldavatnsreksturs sveitarfélagsins. Í skýrslunni er lagt mat á mismunandi leiðir við rekstur veitna sveitarfélagsins
til framtíðar.
Framkvæmda- og veitunefnd telur að funda þurfi með KPMG til að fá nánari kynningu á innihaldi skýrslunnar. Sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma fyrir framkvæmda- og
veitunefnd ásamt sveitarstjórn til að funda með KPMG um innihald skýrslunnar.
9. Opnun tilboða í verkið „Sláttur, hirðing og áburður á opnum svæðum á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi“
Fyrir liggur fundargerð frá opnunarfundi tilboða í verkið „Sláttur, hirðing og áburður á opnum svæðum á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi“ sem haldinn var þann 15.04.2024.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi Upphæð
JÞ Verk 7.454.385 kr.
Borg 805 ehf. 8.479.950 kr.
Kostnaðaráætlun 7.761.030 kr.
Í minnisblaði Steinars Sigurjónssonar dags. 17.04.2024 um opnun tilboða í slátt og hirðingu kemur fram að búið sé að yfirfara tilboð lægstbjóðanda m.t.t. hæfi bjóðenda, útilokunarástæðna og réttra útreikninga í tilboðsskrá og telst tilboðið gilt.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, JÞ Verk.
Björn Kristinn Pálmarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 09:50

Getum við bætt efni síðunnar?