Fara í efni

Framkvæmda- og veitunefnd

18. fundur 27. maí 2024 kl. 08:30 - 10:40 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Smári B. Kolbeinsson formaður
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Þorkell Þorkelsson
Starfsmenn
  • Iða Marsibil sveitarstjóri
  • Ragnar Guðmundsson umsjónarmaður aðveitna
  • Steinar Sigurjónsson umsjónarmaður umhverfismála
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Smári B. Kolbeinsson

1. Kynning frá Eflu á blágrænum ofanvatnslausnum í Túnahverfi á Borg
Á fundinn mættu María Björk Gunnarsdóttir og Bárður Árnason frá Eflu og kynntu hugmyndir um blágrænar ofanvatnslausnir í Túnahverfi á Borg.
Framkvæmda- og veitunefnd þakkar Maríu og Bárði fyrir góða kynningu og leggur til að unnið verði nánar með þær útfærslur sem koma fram í gögnunum. Rætt um að bjóða þessa landmótun út sérstaklega þegar þar að kemur en ekki sem hluta af stærra verkefni. Rætt um að gatnagerð við Skógartún verði að vera að mestu lokið áður en hægt er að ljúka við þetta verk.
2. Framkvæmdir og fjárfestingar 2024
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.
3. Bálskýli, tilboð og byggingarstjórn
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Bálhýsi í yndisskógi“.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi                    Smiðsholt ehf                          Grjótgás ehf                           Kostnaðaráætlun
Upphæð                     4.148.060 kr.                            4.325.322 kr.                          5.843.000 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að samið verði við lægsbjóðanda, Smiðsholt ehf.
4. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 23.04.2024 um opnun tilboða í verkið „Vatnslögn að Hlauphólum“.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Vatnslögn að Hlauphólum“. Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi                  Suðurtak ehf                    Ólafur Jónsson                        Kostnaðaráætlun
Upphæð                    6.822.000 kr.                    4.616.000 kr.                           10.366.000 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að samið verði við lægsbjóðanda, Ólaf Jónsson.
5. Minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 24.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Hreinsistöð Borg - Niðursetning“.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 08.05.2024 um opnun tilboða í verkið „Hreinsistöð Borg - Niðursetning“. Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi                 JJ Pípulagnir ehf                           Lóðavinna ehf                              Kostnaðaráætlun
Upphæð                  36.388.400 kr.                               65.810.000 kr.                              56.669.000 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að samið verði við lægsbjóðanda, JJ Pípulagnir ehf.
6. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Fundargerð verkfundar nr. 2 vegna jarðvinnu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 3 vegna jarðvinnu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Minnisblað Eflu, dags. 24.05.2024 um val á tilboði vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg.
Fyrir liggur minnisblað frá Eflu dags. 24.05.2024 um val á tilboði vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Borg. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir þeim tilboðum sem bárust í
framkvæmdina. Eftirfarandi tilboð bárust í framkvæmdina:

BJÓÐANDI
Kostnaðaráætlun
JJ pípulagnir ehf
Al-Bygg ehf
Alefli ehf
Stéttafélagið ehf
Land og verk ehf

UPPHÆÐ
377.708.761 kr
338.904.826 kr
387.630.332 kr
420.609.418 kr
477.937.900 kr
494.613.645 kr

HLUTFALL
100%
90%
103%
111%
126%
131%

Verkefnisstjóri Eflu hefur yfirfarið tilboðin og leiðrétt fyrir villum í útreikningum. Eftir opnun tilboða var óskað eftir gögnum frá lægstbjóðendum til staðfestingar á hæfi bjóðanda.
Eftir yfirferð á gögnum er ljóst að hvorki JJ pípulagnir ehf. né Al-Bygg ehf. uppfylla kröfur útboðslýsingar. Eftir yfirferð á gögnum Aleflis ehf. er það mat verkefnisstjóra að kröfur
útboðslýsingar séu uppfylltar.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að samið verði við Alefli ehf. um framkvæmdina.
7. Skólalóð – Kostnaðaráætlun, verklýsing og teikningar
Fyrir liggur verklýsing ásamt kostnaðaráætlun og teikningum vegna endurnýjunar á hluta skólalóðar Kerhólsskóla.
Framkvæmda- og veitunefnd gerir ekki athugasemd við gögnin.
8. Vesturbyggð 1. áfangi
a. Fundargerð verkfundar nr. 5 dags. 02.05.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 6 dags. 21.05.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9. Minnisblað dags. 14.05.2024 af fundi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar vegna umsagnar VG um aðalskipulag G&G. íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1.
Fyrir liggur minnisblað af fundi sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar vegna umsagnar Vegagerðarinnar um aðalskipulag G&G. íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1. Í minnisblaðinu
kemur fram að rætt hafi verið um vegtengingu sem sýnd er á aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins sem er í vinnslu og sýnir vegtengingu að áætluðu hringtorgi sem mögulega
kemur á næstu árum. Hringtorgið er ekki sýnt á skipulagi né komið inn í áætlanir Vegagerðarinnar.
Framkvæmda- og veitunefnd telur nauðsynlegt að gera ráð fyrir hringtorgi í aðalskipulagi á þessum stað miðað við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu í náinni framtíð. Nefndin leggur til að sveitarstjórn haldi hringtorginu inni í sínum skipulagsáætlunum.
10. Vaðnes
a. Minnisblað ÍSOR dags. 21.05.2024 um borun og mælingar á holu VN-34 í landi Vaðness.
Fyrir liggur minnisblað sem inniheldur samantekt um borun og mælingar á holu VN-34 í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í minnisblaðinu stiklað á stóru varðandi
framkvæmdina.
Lagt fram til kynningar.
b. Næstu skref
Næstu skref eru að gera mælingar á holunni og hvort vinnsla úr þessari holu hafi áhrif á núverandi vinnsluholu. Jafnframt þarf að rannsaka efnasamsetningu vatnsins.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:40

Getum við bætt efni síðunnar?