Framkvæmda- og veitunefnd
1. Framkvæmdir og fjárfestingar 2024
Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem eru á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.
2. Vesturbyggð 1. áfangi
a. Fundargerð verkfundar nr. 11 dags. 26.09.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 12 dags. 10.10.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3. Hreinsistöð á Borg - Niðursetning
a. Fundargerð verkfundar nr. 3 dags. 26.09.2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 4 dags. 10.10.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Fundargerð verkfundar nr. 3 dags. 05.09.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 4 dags. 19.09.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
c. Fundargerð verkfundar nr. 5 dags. 03.10.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Minnisblað dags. 24.09.2024 um fund fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps með fulltrúum Vegagerðarinnar.
Fyrir liggur minnisblað um fund fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps með fulltrúum Vegagerðarinnar. Á fundinum var m.a. rætt um nauðsyn þess að fá nýtt hringtorg vestan við
Borg til að bæta umferðarflæði inn á nýja íbúða- og þjónustubyggð. Þá var rætt um nýja vegtengingu að Kerinu, undirgöng við Borg milli þéttbýlis og Borgarteigs, nauðsyn þess að ljúka við að klæða 1,2 km. vegkafla við Írafoss og margt fleira.
Lagt fram til kynningar.
6. Fyrirspurnir um vatnstengingar
a. Fyrirspurn um vatnstengingu í Mosfelli
Fyrir liggur fyrirspurn um hvort mögulegt sé að veita afslátt vegna tengingar húsa í Mosfelli við vatnsveitu sveitarfélagsins. Húsin eru nú þegar tengd annarri vatnsveitu.
Framkvæmda- og veitunefnd telur ekki mögulegt að veita afslátt af tengigjöldum vatnsveitu.
b. Kvennagönguhólar – Fyrirspurn um vatnstengingu
Fyrir liggur fyrirspurn um hvort mögulegt sé að tengja nýtt frístundahúsahverfi við Kvennagönguhóla við vatnsveitu sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir lagningu stofnlagnar í hverfið á árinu 2025 og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Forsenda þess að farið verði í
verkefnið er að landeigandi greiði fyrir lagningu stofnlagnar skv. 7. gr. gjaldskrár kaldavatnsveitu Grímsnes- og Grafningshrepps.
7. Umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum
Fyrir liggja 26 gildar umsóknir um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum. Nefndin fjallaði um umsóknirnar og lagði mat á þær með hliðsjón af gildandi reglum um styrki
vegna veghalds í frístundabyggðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að veittur verði styrkur til frístundahúsafélaga samkvæmt eftirfarandi töflu
vegna þeirra framkvæmda sem framkvæmdar voru á tímabilinu 16. september 2023 – 15. september 2024.
8. Bundið slitlag á heimreiðar - umsóknir
Fyrir liggur umsókn frá eiganda lóðarinnar Fremriklettur um þátttöku í kostnaði við lagningu bundins slitlags á heimreiðina að lóðinni.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði ráð fyrir kostnaðarþátttöku í verkinu á árinu 2025 í samræmi við reglur um kostnaðarþátttöku Grímsnes- og Grafningshrepps við
lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:00