Framkvæmda- og veitunefnd
1. Skoðunarferð um viðbyggingu við íþróttamiðstöð
Farið var í skoðunarferð um viðbyggingu við íþróttamiðstöð þar sem Gunnar Örn Richter frá Alefli ehf. tók á móti nefndinni.
Framkvæmda- og veitunefnd þakkar Gunnari fyrir að taka á móti nefndinni og fara yfir stöðu framkvæmda.
2. Vesturbyggð 1. Áfangi – Staða framkvæmda
Ragnar fór yfir stöðu framkvæmda. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í þessari viku eða næstu.
Lagt fram til kynningar.
3. Hreinsistöð á Borg - Niðursetning
a. Fundargerð verkfundar nr. 5 dags. 28.10.2024
Í fundargerðinni kemur fram að verktaki segi sig frá verkinu og að greitt verði fyrir unna vinnu miðað við stöðu verksins þegar verktaki fór frá verkinu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Uppgjör og næstu skref
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til að gert verði upp við verktaka miðað við stöðu verksins þegar hann sagði sig frá því. Jafnframt er lagt til að umsjónarmanni veitna í
samráði við sveitarstjóra verði falið að semja við annan verktaka um að ljúka verkinu.
4. Íþróttamiðstöð á Borg – viðbygging
a. Fundargerð verkfundar nr. 6 dags. 17.10.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b. Fundargerð verkfundar nr. 7 dags. 31.10.2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5. Heitavatnsöflun í Vaðnesi – staða framkvæmda
Ragnar kynnti stöðu framkvæmda við heitavatnsöflun í Vaðnesi. Búið er að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi svo hægt sé að byggja nýtt dæluhús á lóðinni. Verkís er að ljúka við hönnun hússins og kerfisins. Framkvæmdir við húsbygginguna munu hefjast fljótlega.
Lagt fram til kynningar.
6. Minnisblað dags. 8.11.2024 um opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir á Borg
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar í „Snjómokstur og hálkuvörn í þéttbýlinu Borg“. Tilboð bárust frá JÞ Verk ehf. að fjárhæð 26.960.850 kr. og Tæki og tól ehf. að fjárhæð 18.703.125 kr.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda, Tæki og tól ehf.
7. Minnisblað dags. 25.10.2024 um niðurstöður notendakönnunar vegna stækkunar á útisvæði sundlaugarinnar á Borg.
Fyrir liggur minnisblað Ragnars Guðmundssonar dags. 25.10.2024 um niðurstöður notendakönnunar sem framkvæmd var frá 16. september til 30. september 2024.
Minnisblaðið lagt fram til kynningar.
8. Fjárfestingar 2024 - 2027
Farið var yfir skjal með fyrirliggjandi fjárfestingum næsta árs ásamt öðrum fjárfestingum sem æskilegt væri að ráðast í á árinu 2025 og komandi árum.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Nefndin leggur til að skjalið verði lagt fram á vinnufundi sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar.
9. Heimilisfræðieldhús Kerhólsskóla
Fyrir liggur tillaga að nýju heimilisfræðieldhúsi fyrir Kerhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 10:45