Húsnefnd félagsheimilisins Borg
1. Rennihurð fyrir kaffistofu.
Fyrir liggur tilboð í nýja rennihurð fyrir kaffistofu félagsheimilisins. Margar gerðir og litir eru í boði og leggur húsnefndin til að hurðin verði án allra glugga og í hvítum lit, t.d. litur nr. 017 í litaprufum. Samhliða var litur á veggjum salarins ræddur og lagt til að panillinn verði hvíttaður á komandi árum.
2. Fjárhagsáætlun 2022-2025.
Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árin 2022 – 2025. Veitunefnd var falið að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins. Húsnefndin fór yfir og ræddi þau verkefni sem nefndin leggur til að ráðist verði í næstu árin. Fyllt var út skjal veitunefndar um fjárfestingar næstu ára sem formaður mun skila til veitunefndar.
3. Önnur mál.
Rætt var um útleigu á húsinu á almennum markaði og hvaða möguleikar væru í boði. Húsið er notað nánast allt árið fyrir starfsemi sveitarfélagsins og félagsstarf sveitarinnar. Nefndin leggur til að húsið verði áfram eins og það er, þ.e. ekki í útleigu á almennum markaði en mikilvægt að taka það til skoðunar reglulega. Skoða mætti hins vegar hvort ekki ætti að leigja út íbúðina tímabundið með þeim kvöðum sem henni fylgja.