Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

17. fundur 01. október 2021 kl. 12:30 - 14:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Ragna Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Steinar Sigurjónsson ábyrgðarmaður félagsheimilisins og varamaður í fjarveru Guðmundar Jónssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Rennihurð fyrir kaffistofu.

Fyrir liggur tilboð í nýja rennihurð fyrir kaffistofu félagsheimilisins. Margar gerðir og litir eru í boði og leggur húsnefndin til að hurðin verði án allra glugga og  í hvítum lit, t.d. litur nr. 017 í litaprufum. Samhliða var litur á veggjum salarins ræddur og lagt til að panillinn verði hvíttaður á komandi árum.

2.  Fjárhagsáætlun 2022-2025.

Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árin 2022 – 2025. Veitunefnd var falið að taka saman og kostnaðarmeta fyrirhugaðar framkvæmdir og fjárfestingar sveitarfélagsins. Húsnefndin fór yfir og ræddi þau verkefni sem nefndin leggur til að ráðist verði í næstu árin. Fyllt var út skjal veitunefndar um fjárfestingar næstu ára sem formaður mun skila til veitunefndar.

3.  Önnur mál.

Rætt var um útleigu á húsinu á almennum markaði og hvaða möguleikar væru í boði. Húsið er notað nánast allt árið fyrir starfsemi sveitarfélagsins og félagsstarf sveitarinnar. Nefndin leggur til að húsið verði áfram eins og það er, þ.e. ekki í útleigu á almennum markaði en mikilvægt að taka það til skoðunar reglulega. Skoða mætti hins vegar hvort ekki ætti að leigja út íbúðina tímabundið með þeim kvöðum sem henni fylgja.

Getum við bætt efni síðunnar?