Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

7. fundur 12. janúar 2016 kl. 15:30 - 17:00 Félagsheimilið Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Ágúst Gunnarsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.        Afmæli.

Ingibjörg sagði frá samskiptum sínum við Héraðsskjalasafn Árnesinga vegna mynda og gagna um sögu félagsheimilisins.

Farið var yfir það hver dagskrá afmælisveislunnar yrði og hvern ætti að fá til þess að vera veislustjóra. Ingibjörgu falið að ljúka því máli. Einnig var nefndin sammála um það að segja þyrfti frá sögu hússins í þessi fimmtíu ár og ræðumann þyrfti í það verk. Sirrý falið að ræða við viðkomandi. Búin var til auglýsing um afmælið sem birtast á í næsta Hvatarblaði.

Þar sem frumsýna á leikritið „Er á meðan er“ í afmælisveislunni óskar húsnefndin eftir að sveitarstjórn styrki sýninguna svo hægt verði að bjóða afmælisgestum á leiksýninguna.

Getum við bætt efni síðunnar?