Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

12. fundur 19. nóvember 2018 kl. 15:10 - 16:30 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðnýjar Tómasdóttur fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Elín Lára Sigurðardóttir húsvörður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Nýtt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar.

Fundað var á ný um nýtt teppi á anddyri og kaffistofu félagsheimilisins. Búið var að ákveða lit á teppinu en þegar sá litur var pantaður var hann hættur í framleiðslu. Ný hönnun fyrir 2019 er mjög ólík því sem kosið var um og því vísaði sveitarstjórn málinu aftur til húsnefndar til endalegrar afgreiðslu.

Nýjar prufur voru skoðaðar og nefndarmenn sammála um að enginn þessara lita gæti gengið fyrir okkar fallega hús. Samþykkt var að fá fleiri prufur og funda aftur föstudaginn 23. nóvember 2018 kl. 13:00.

Getum við bætt efni síðunnar?