Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

13. fundur 23. nóvember 2018 kl. 12:00 - 12:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Steinar Sigurjónsson fulltrúi sveitarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Tómasdóttur
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Elín Lára Sigurðardóttir húsvörður
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Nýtt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar.

Fundað var enn á ný um nýtt teppi á anddyri og kaffistofu félagsheimilisins. Nýjar einlitar og lítið yrjóttar teppaprufur voru komnar og nefndarmenn ánægðir með marga liti.

Niðurstaða húsnefndar er sú að teppið skuli vera blátt með örlitlum ljósum þráðum í. Húsverði falið að fylgja eftir tilboðið sem samþykkt  var af sveitarstjórn þann 3. október s.l. og panta lit númer SB:ZFU.792.

Getum við bætt efni síðunnar?