Húsnefnd félagsheimilisins Borg
1. Nýtt teppi á anddyri og kaffistofu Félagsheimilisins Borgar.
Fundað var enn á ný um nýtt teppi á anddyri og kaffistofu félagsheimilisins. Nýjar einlitar og lítið yrjóttar teppaprufur voru komnar og nefndarmenn ánægðir með marga liti.
Niðurstaða húsnefndar er sú að teppið skuli vera blátt með örlitlum ljósum þráðum í. Húsverði falið að fylgja eftir tilboðið sem samþykkt var af sveitarstjórn þann 3. október s.l. og panta lit númer SB:ZFU.792.
Getum við bætt efni síðunnar?