Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

14. fundur 01. september 2019 kl. 20:00 - 21:25 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Harðardóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðmundur Jónsson fulltrúi sveitarstjórnar
  • Steinar Sigurjónsson fulltrúi sveitarstjórnar í fjarveru Guðnýjar Tómasdóttur
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Sigríður Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ingibjörg Harðardóttir.

1.  Húsvörður.

Fyrir liggur að núverandi húsvörður muni láta af störfum um næstu áramót. Í starfi húsvarðar felst að vera húsvörður félagsheimilisins Borgar, skólahúsnæði Kerhólsskóla og stjórnsýsluhúss sveitarfélagsins.

Húsnefnd Félagsheimilisins Borgar leggur til við sveitarstjórn að starfi húsvarðar verði skipt upp og að félagsheimilið verði aðskilið frá stjórnsýsluhúsi og skólahúsnæði. Að auglýst verði eftir húsverði sem eingöngu sér um félagsheimilið, útleigu þess, þrif og eftirlit og að íbúð á efri hæð hússins geti fylgt starfi húsvarðar sé þess þörf. Jafnframt leggur húsnefndin áherslu á að í umsóknum um starf húsvarðar komi fram framtíðarsýn umsækjenda á notkun og útleigu hússins.

Getum við bætt efni síðunnar?