Fara í efni

Húsnefnd félagsheimilisins Borg

18. fundur 23. mars 2022 kl. 16:00 - 17:50 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ása Valdís Árnadóttir formaður sveitarstjóri
  • Guðný Tómasdóttir fulltrúi sveitarstjórnar
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir fulltrúi Ungmennafélagsins Hvatar
  • Ragna Björnsdóttir fulltrúi Kvenfélags Grímsneshrepps
  • Steinar Sigurjónsson ábyrgðarmaður félagsheimilisins og varamaður í fjarveru Guðmundar Jónssonar
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Ása Valdís Árnadóttir.
  1. Verkefni ársins.

Fyrir liggur að samþykkt var fjárfesting upp á 3.700.000.- kr. fyrir Félagsheimilið Borg á fjárhagsáætlun 2022. Sett verða upp leiktjöld og brautir ásamt því að keypt verða ný borð.

Húsnefndin er sammála um að halda vinnufund í haust þar sem farið verði yfir framtíðar skipulag félagsheimilisins á geymslurýmum hússins.

Rædd var útleiga á félagsheimilinu og húsnefndin leggur til að félagsheimilið verði ekki leigt út árið 2022 á almennum markaði. Sveitarstjóra falið að taka saman kostnaðinn við útleigu og starfsmann á launum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

Jafnframt leggur nefndin til að íbúðin í félagsheimilinu verði leigð út sem fyrst til skamms tíma með þeim kvöðum sem fylgja, m.a. ónæði vegna útleigu.

  1. Samfélagsstefna.

Lögð var fram til kynningar samfélagsstefna sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið.

  1. Breyting á húsnefnd Félagsheimilisins Borgar.

Formaður fór yfir vinnu sveitarstjórnar við samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem gerð er tillaga um að setja málefni Félagsheimilisins Borgar undir Framkvæmda- og veitunefnd. Nefndinni líst vel á tillöguna að því gefnu að hagsmunaðilar félagsheimilisins verði boðaðir á fund um málefni félagsheimilisins að lágmarki tvisvar á ári. Nefndin telur að hagsmunaraðilar félagsheimilisins séu Kvenfélag Grímsneshrepps, Leikfélagið Borg, Ungmennafélagið Hvöt, ábyrgðarmaður hússins og matráður.

Getum við bætt efni síðunnar?