Loftslags- og umhverfisnefnd
1. Kynning á fyrirhuguðum breytingum á flokkun úrgangs í sveitarfélaginu.
Ása Valdís oddviti kom á fundinn og kynnti fyrirhugaða breytingu á flokkun á sorpi í sveitarfélaginu. Gerður hefur verið kynningarbæklingur sem dreift verður í hús samhliða því að tekin verður í notkun brúntunna, undir lífrænan úrgang. Brúntunna verður tekin í gagnið á næstu vikum, íbúafundur verður haldinn í næstu viku til kynningar.
2. Fundur með Samgöngunefnd.
Helga kynnti fyrirhugaðan fund með samgöngunefnd þar sem íbúafundur þann 21. mars verður undirbúinn. Verkefni Umhverfisnefndar fram að þeim fundi er að kynna sér fjölskyldustefnur og hugmyndir að bættu samfélagi.
Getum við bætt efni síðunnar?