Loftslags- og umhverfisnefnd
1. Lagt fyrir bréf um Umhverfisþing sem halda skal 14. okt n.k á Hótel Selfossi. Ákveðið var að Hólmfríður Árnadóttir sæti þingð fyrir hönd nefndarinnar.
2. Lagt fram bréf frá Stýrihópi um alaskalúpínu og skógarkerfil þess efnis að stemma stigu við frekari útbreiðslu framangreindar tegunda. Þess er farið á leit við sveitarfélög, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að þeir aðstoði við framangreint verkefni. Bent er á heimasíðuna: www.agengar.land.is
3. Formaður lagði fram þær tillögur sem eru í skoðun um hringtorgið sem koma skal við Sólheimaveg og Minni Borg. Einnig upplýsti formaður að sveitarfélagið muni gera golfvöllinn við Sólheimaveg í stand og koma honum í hendur rekstraraðilum. Var þetta skoðað og rætt út frá grein í Stefnumörkun okkar:
a.Borgarsvæðið og umhverfi: Á svæðinu kringum verslun verði plantað gróðri-einkum fallegum lággróðri vel hirtum í takt við reglur Vegagerðarinnar. Fyrirhugað golfsvæði við Sólheimaveg (354) er til mikillar lýti og nauðsynlegt er að hefta jarðvegsfok á fyrirhuguðu golfsvæði. Fyrirtæki eru nokkur á svæðinu kringum verslunina Kringum þau verði settur sígrænn gróður sem hylur svæðin allan ársins hring.
4. Formaður upplýsti að íbúi á Grímsborgarsvæðinu hefði haft samband við sig vegna ákvæða um plöntun trjáa á svæðinu, en þær kvaðir eru á íbúðalóðum af hendi sveitarfélagsins, að ekki megi planta ákveðnum hávöxnum trjám (öspum og ???). Sveitarstjórn hafnaði erindi íbúa um að breyta þessu ákvæði á fundi 7.7.2010. Formaður gaf ráðleggingar um plöntun gróðurs sem heppilegur væri á þessu svæði.
5. Rætt var um viðukenningarskjöl fyrir þau sveitarbýli sem væru til fyrirmyndar í snyrtimennsku. Nefndamenn voru sammála um að langflest býli væru snyrtileg og nokkur til algjörrar fyrirmyndar. Einstaka svartur sauður fyndist þó þar eins og annars staðar. Rætt var um texta á skjölum og framkvæmd.
6. Særún tók að sér að kanna útlit á skjölum. Einnig þarf lista hjá Landbúnaðarráðuneyti um þau býli sem eru í sveitarfélaginu. Næsti fundur var ákveðinn 25. okt kl 10-12 sem yrði akstursfundur þar sem skoðað væri sýn heim til bæja af þjóðveginum.