Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

9. fundur 14. janúar 2016 kl. 14:00 - 16:10 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Ragna Björnsdóttir
  • Hörður Óli Guðmundsson
  • Börkur Brynjarsson starfsmaður Tæknisviðs
Hörður Óli Guðmundsson

1.        Sorpmál.

Farið yfir sorpmál og útboð á sorphirðu núna í ár. Börkur fór yfir horfur í sorphirðu og stöðu mála. Umhverfisnefndin leggur áherslu á að hagvæmni í nýju útboði og umhverfið verði láta njóta vafans. Umhverfisnefndin leggur til að flokkun  verði aukin, þriggja tunnukerfi við heimili og  auknir möguleikar á flokkun sorps frá sumarhúsabyggð.

 2.        Náttúruvernd.

Formaður kynnti samning sveitarfélagsins og Hellarannsóknafélags Íslands um náttúruvernd á afrétti Grímsnesinga.

Getum við bætt efni síðunnar?