Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

16. fundur 16. nóvember 2020 kl. 17:00 - 18:15 Hólsbraut 11
Nefndarmenn
  • Helga Haraldsdóttir formaður
  • Rebekka Lind Guðmundsdóttir
  • Sonja Jónsdóttir í fjarfundarbúnaði
  • Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Helga Haraldsdóttir.
Helga Haraldsdóttir

1.      Fjárhagsáætlun 2021.

Umhverfisverðlaun.

Umhverfisnefnd tekur fyrir hvernig umhverfisverðlaunum verði háttað, það er von nefndarinnar að þessi viðurkenning geti áfram verið sveitungum, fyritækjum og félagasamtökum hvatning til að huga að nærumhverfi sínu en einnig efla vitund fyrir umhverfismálum.

Tvennskonar verðlaun skulu veitt á ári hverju:

  • Framúrskarandi framlag til umhverfismála.
  • Snyrtilegasta umhverfið.

Þeir geta hlotið verðlaun sem eru búsettir eða starfandi í sveitarfélaginu.

Nefndin óskar eftir styrk til að fjármagna verðlaun 2020 og 2021. Umhverfisverðlaun verða veitt af umhverfisnefnd í október ár hvert og það er hlutverk nefndarinnar að ákveða og afhenda verðlaunin. Nefndin mun auglýsa í Hvatarblaði septembermánaðar og óska eftir tilnefningum sveitunga.

Skilti við skóla og stjórnsýsluhús.

Nefndin leggur til að varanlegum skiltum sem kveða á um að bifreiðar séu ekki í lausagangi verði komið upp fyrir utan skólabyggingar og stjórnsýsluhús sveitarfélagsins.

Samveru-/leiksvæði á Borg.

Umhverfisnefnd hvetur sveitarstjórn til framkvæmda á samveru- og leiksvæði á Borg fyrir íbúa sveitarfélagsins. Ljóst er að slíkt svæði myndi auðga og bæta lífsgæði íbúa og vera umhverfi Borgarsvæðisins til hagsbóta.

 

Getum við bætt efni síðunnar?