Loftslags- og umhverfisnefnd
1. Stutt erindi frá sveitarstjóra
a) Reglur um launakjör og starfsaðstæður kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
b) Siðareglur
c) Skipan fulltrúa í starfshóp, á fundi sveitarstjórnar þann 17. Ágúst s.l. var kynnt tillaga tillaga að stofnun starfshóps vegna lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi í júní 2021 og munu taka gildi 1. janúar 2023; Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi). Starfshópurinn er skipaður til eins árs.
Í starfshópinn eru tilnefndir:
Snjólfur Ólafsson, fulltrúi frá Samtökum frístundabyggða í GOGG, skammstafað FRÍ-GOGG.
Henning Leon, umsjónarmaður gámastöðvarinnar Seyðishólum.
Steinar Sigurjónsson, umsjónarmaður umhverfismála hjá Grímsnes- og Grafningshreppi.
Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps.
Guðmundur Finnbogason, formaður loftslags- og umhverfisnefndar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti og fulltrúi E-listans.
Ragnheiður Eggertsdóttir, fulltrúi frá G-listanum.
Steinar Sigurjónsson verður jafnframt formaður hópsins.
2. Nefndin kýs ritara
Guðrún Helga Jóhannsdóttir var kosin ritari nefndarinnar.
3. Stefnumótun nefndarinnar
Erindisbréf – hlutverk nefndarinnar rætt og sveitarstjóra gefnir útgangspunktar til ritunar erindisbréfs fyrir nefndina.
4. Önnur mál
Ákveðið var að nefndin myndi funda einu sinni í mánuði í vetur, til viðmiðunar við val á fundartíma verður 3 þriðjudag í mánuði.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:16.