Loftslags- og umhverfisnefnd
a) Kynning á loftslags- og umhverfisstefnu Grímsnes- og Grafningshrepps
Guðrún Ása kynnti vinnu sem farið hefur fram við umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagins. Umræður um stefnurnar fóru fram og ákveðið að setja saman fyrstu drög að loftslagsstefnu.
1. Kortlagning á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
a) Guðrún Ása kynnti vinnu við kortlagningu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir sveitarfélagið.
b) Lagt var til að vinnufundur um heimsmarkmiðin yrði skipulagður fyrir íbúa sveitarfélagsins, æskilegt er að hann fari fram í nóvember.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 18:08.
Getum við bætt efni síðunnar?