Loftslags- og umhverfisnefnd
1. Fundargerðir síðustu funda
Formaður les upp fundargerðir síðustu funda og bíður Berg Guðmundsson velkomin í nefndina en hann tekur sæti sem áður var skipað Heiðu Björk Sturludóttur.
2. Vinnufundur um heimsmarkmiðin
Stefnt á fund í nóvember en ljóst að það næst ekki. Fundur verður haldinn eftir áramótin.
3. Loftslagsstefna
Fundarmenn fóru yfir drög að stefnu sem send höfðu verið út áður. Grunn losun sveitarfélagsins er ekki þekkt en unnið er að því að taka hana saman.
Nokkrar breytingar á drögum voru lagðar til.
Formanni falið að senda drög á aðrar nefndir og sveitarstjórn til rýni.
Lagt til að drög verði að því búnu lögð fyrir íbúa til umsagnar og síðan til sveitarstjórnar að því loknu. Stefnt að því að loftslagsstefna verði tilbúin fljótlega eftir áramót.
Guðrún Ása upplýsir nefndarmenn um að hún muni stýra þessu verkefni fyrir sveitarfélagið.
4. Jólahátíðin
Nefndin hvetur íbúa og fasteignaeigendur í sveitarfélaginu til að huga að orkusparandi lausnum þegar kemur að jólaskreytingum.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 17:50.