Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

6. fundur 04. maí 2023 kl. 20:00 - 21:00 Stjórnsýsluhúsinu Borg
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Guðrún Helga Jóhannsdóttir
  • Bergur Guðmundsson
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir tengiliður
Fundargerðin var rituð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason.

1. Farið yfir tillögur frá íbúafundi.
Nefndarmenn fóru yfir tillögur frá íbúafundi sem haldin var XXX. Þar var óskað eftir hugmyndum fyrir gildi sveitarfélagsins og framtíðarsýn í tengslum við undirbúning innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna. Fjöldi góðra hugmynda komu fyrir einkunnarorð sveitarfélagsins. Nokkrar tillögur komu einnig að framtíðarsýn sveitarfélagsins. Tillögur frá íbúafundi verða sendar til sveitarstjórnar til frekari umfjöllunar. Framtíðarsýn sem að birtist í Samfélagsstefnunni er í gildi en það mætti bæta við hana setningu um loftslags og umhverfismál og horfa þar til sjálfbærni og heimsmarkmiða.
2. Verkefnahópur SASS um Heimsmarkmið
Guðrún Ása og Guðmundur munu sækja vinnufund um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna sem verður haldin mánudaginn 8. Maí á vegum SASS. Guðrún mun svo halda áfram í þessu verkefni eftir því sem það þróast.
3. Vinnufundur í haust
Lagt er til að sveitarstjórn boði til sameiginlegs vinnufundar með öllum nefndum í haust til að fara yfir og velja áhersluverkefni Heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna fyrir sveitarfélagið og aðstoða við heildar innleiðingu þeirra í allt starf nefndanna.
4. Endurskoðun samfélagsstefnu
Lagt er til að endurskoðun Samfélagsstefnu sveitarfélagsins hefjist haustið 2023 með það að markmiði að henni verði lokið haustið 2024 en stefnan gildir út árið 2024. Þannig geti ný stefna tekið við af þeirri sem er í gildi núna.
5. Fundur með sveitarstjórn um loftslagsstefnu
Sveitarstjórn hefur óskað eftir fundi með nefndinni til að fara sameiginlega yfir þær tillögur sem lagar hafa verið fram. Stefnt er að því að funda fyrir sumarleyfi.


Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?