Loftslags- og umhverfisnefnd
1. Fundargerð síðasta fundar lesin og yfirfarin.
2. Laufið
Guðrún Ása kynnti laufið fyrir nefndinni. Laufið er hugbúnaður sem heldur utan um græn skref fyrir atvinnulífið. Nefndin leggur til að sveitarfélagið taki upp Laufið og noti það til að skrá og halda utan um vegferð sína í umhverfismálum. Mikilvægt er að hefja skráningu og eftirfylgni á umhverfisáherslum sveitarfélagsins sem fyrst.
3. Fjárhagsáætlun
Nefndin hefur fengið úthlutaðar 200.000 krónur til að standa fyrir sameiginlegum fundi Loftslags og umhverfisnefnda í Uppsveitum. Stefnt er að því að bjóða nefndum til fundar á vormánuðum. Til að ræða sameiginlegar áskoranir og bera saman bækur.
Nefndin hefur fengið úthlutað 50.000 krónur til að veita umhverfisverðlaun á árinu 2024. Nefndin mun útfæra tillögur að þessum verðlaunum og stefnir á að veita þessi verðlaun í lok sumars.
Tillögur nefndarinnar að áhættumati vegna loftslagsbreytinga og innleiðingu græns bókhalds fengu ekki brautargengi hjá sveitarstjórn. Nefndin áréttar að mikilvægt sé að hefja slíka vinnu sem fyrst.
4. Fundur með sveitarstjórn.
Nefndin á eftir að funda með sveitarstjórn um tillögur að Loftslagsstefnu sveitarfélagsins. Nefndin hefur unnið þessi drög og sent sveitarstjórn til umfjöllunar. Öll sveitarfélög eiga að vera búin að samþykkja slíka stefnu. Formanni er falið að finna fundartíma með sveitarstjóra sem fyrst.
5. Næsti fundur
Næsti fundur nefndarinnar verður með sveitarstjórn.
Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00.