Fara í efni

Loftslags- og umhverfisnefnd

10. fundur 18. nóvember 2024 kl. 20:00 - 21:00 Hraunbraut 12
Nefndarmenn
  • Guðmundur Finnbogason formaður
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir – í fjarveru Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur
  • Bergur Guðmundsson
Fundargerðin var færð í tölvu og hana ritaði Guðmundur Finnbogason

1. Fundargerð síðast fundar lesin og samþykkt.
2. Loftslagsstefna
Drög að Loftlagsstefnu sveitarfélagsins lesin og yfirfarin eftir athugasemdir frá Sveitarstjórn. Samþykkt að senda þau til sveitarstjórnar til meðferðar og samþykktar.
3. Fjárhagsáætlun
Tillögur vegna fjárhagsáætlanagerðar sveitarfélagsins yfirfarnar og samþykktar. Tillögurnar verða sendar til sveitarstjóra.
4. Sameiginlegur fundur umhverfisnefnda sveitarfélaga uppsveitanna.
Rætt um mögulegan samráðsfund umhverfisnefnda sveitarfélaga. Stefnt var að því að halda slíkan fund á árinu 2024 en það náðist ekki. Lagt er til í tillögum að fjárhagsáætlun að slíkur fundur verði haldin á vormánuðum 2025.

Ekki fleira tekið fyrir og fundið slitið kl. 21:00.

Getum við bætt efni síðunnar?