Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

34. fundur 12. nóvember 2019 kl. 20:00 - 21:10 Kerhólsskóli
Nefndarmenn
  • Hallbjörn V. Rúnarsson formaður
  • Sigríður Þorbjörnsdóttir
  • Dagný Davíðsdóttir
  • Rebekka Lind Guðmundsdóttir stjórn starfsmannafélags Kerhólsskóla
  • Anna Kristín Halldórsdóttir stjórn starfsmannafélags Kerhólsskóla
  • Sigfús Heimisson stjórn starfsmannafélags Kerhólsskóla
  • Guðrún Ása Kristleifsdóttir stjórn starfsmannafélags Kerhólsskóla
Hallbjörn V. Rúnarsson Formaður

Bar svar, viðburður á vegum Starfsmannafélags Kerhólsskóla.
Æskulýðs- og menningarmálanefnd hélt Krágátu (spurningakeppni) fyrir ári síðan með það að markmiði að hvetja félagasamtök og einstaklinga til að standa fyrir viðburðum. Ítrekað var að nefndin myndi aðstoða eftir getu ef leitað væri til hennar. 

Starfsmannafélag Kerhólsskóla leitaði til nefndarinnar og vildi halda álíka viðburð til fjáröflunar fyrir námsferð. Nefndarmeðlimum leist vel á framtakið og ákváðu að hittast með stjórn félagsins til að leggja línur fyrir viðburðinn og miðla reynslu. Rætt var um framkvæmdina frá Krágátunni þann 16. nóvember 2018. Jafnframt var óskað eftir að formaður nefndarinnar yrði spyrill á viðburðinum.
Verkefni:
-Starfsmannafélagið sér í raun um alla framkvæmd, undirbúa sal, auglýsa, miðasölu osfrv.
-Rebekka útbýr skjal á Google Drive með aðgengi fyrir alla til að semja spurningar

Getum við bætt efni síðunnar?