Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

2. fundur 23. mars 2011 kl. 17:00 - 18:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Björn Kristinn Pálmarsson
  • Antonía Helga Guðmundsdótir
  • Ursula Filmer og
Björn Kristinn Pálmarsson

 1.  Formaður nefndar setur fundinn.

 2.  Nefndarmenn byrjuðu fundin á því að fara efni fundarins, sem var 17. júní hátíðarhöld.

 3.  Umræður spunnust um hvernig hefðin væri fyrir hátíðarhöldunum, hverjir væru fastir liðir og hvert okkar hlutverk væri í sjálfum hátíðarhöldunum.  Var ákveðið að hátíðar höldin verði haldin með hefðbundnu sniði.  Að þessu loknu skiptu nefndarmenn með sér verkum.  Sem eru all nokkur þar sem finna þarf ræðumann, panta leiktæki, versla þarf blöðrur og fána, ganga þarf frá auglýsingu í blöðin, kanna hjá sveitarstjóra pylsu málin og ræða við formann Hjálparsveitarinnar Tintron varðandi áhuga þeirra að halda tækjasýningu þennan dag.  Ennfremur var ákveðið að halda þeim umræðum áfram á næsta fundi nefndarinnar sem ákveðin er miðvikudaginn 25. maí næstkomandi.                                          

                 

Getum við bætt efni síðunnar?