Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

6. fundur 04. júní 2013 kl. 20:00 - 21:30 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Sverrir Sigurjónsson formaður
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Áslaug F. Guðmundsdóttir
Sverrir Sigurjónsson

1.        17. júní.  

       Eina umræðuefni fundarins voru 17. júní hátíðarhöld. Ákveðið var að vera ekki með blöðrur heldur einungis fána og veifur þetta árið. Til tals kom að hafa hluta af dagskránni í sundlauginni en sökum lítils fyrirvara var þeim áætlunum frestað til næsta árs. Þess í stað var ákveðið að reyna að ná samstarfi við Ungmennafélagið Hvöt um að félagsmenn þess tækju að sér leikjastjórnun og var Óla fengið það hlutverk að tala við félagsmenn blakliðsins. Að finna ræðumann hefur oft verið mikill hausverkur og var sú raunin þetta árið líka, nokkrar tillögur voru lagðar fram og Sverri falið að ræða við þá aðila. Áslaug fékk það hlutverk að sjá til að nóg væri til af fánum og veifum.

Getum við bætt efni síðunnar?