Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

8. fundur 13. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:45 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Jón Þorkell Jóhannsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir
Antonía Helga Guðmundsdóttir

1.        Staðsetning útilistaverks.

       Æskulýðs-og menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju á staðsetningu listaverksins við neðanverðan jaðar sundlaugarsvæðisins þar sem það fellur vel við skipulagða vist- og göngugötu og er vel sýnilegt fyrir gangandi og akandi umferð. Jafnframt leggur nefndin til að uppsetning listaverksins og framkvæmdir við vist- og göngugötu haldist í hendur svo að svæðið fari ekki í drullusvað og einnig til þess að aðgengi að verkinu verði sem best.

 2.        17. júní.

       Rætt var aðeins um 17. júní og ákveðið að athuga með hoppukastala með góðum fyrirvara þar sem erfitt er að fá slíkt með stuttum fyrirvara. Einnig var rætt um að fara að athuga með ræðumann fyrir næsta 17. júní.

Getum við bætt efni síðunnar?