Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

9. fundur 15. maí 2014 kl. 17:00 - 18:30 Stjórnsýsluhúsið Borg
Nefndarmenn
  • Jón Þorkell Jóhannsson
  • Ólafur Ingi Kjartansson
  • Antonía Helga Guðmundsdóttir
Antonía Helga Guðmundsdóttir

1.        17. júní.

       Á fundinunum var rætt um 17. júní hátíðarhöldin. Töluðum lengi um það hver gæti verið ræðumaður og tók Jón Þorkell það að sér að finna einhvern. Antonía Helga tók það að sér að athuga hvort að nóg væri til að rellum, fánum og blöðrum og einnig hvað væri mikið til af verðlaunapeningum síðan síðast. Ólafur Ingi ætlar að tala við blakliðið um að sjá um leiki út á velli eftir ræðuhöld. Jón Þorkell var búin að tala við Skátana um að leigja hoppukastala og ætlar hann að tala við Hjálparsveitina um að sækja þá, setja þá upp og skila þeim aftur.
Ákváðum að halda allavega einn fund enn fyrir 17. júní.

Getum við bætt efni síðunnar?