Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd
1. Ungmennaráð.
Rætt var um stofna ungmennaráð, finna form sem við getum gert að okkar. Kynna það fyrir börnunum í skólanum.
2. Tómstundarstyrkur.
Rætt var um breytingar á honum og auglýsa í Hvatarblaðinu.
3. Mola starfið.
Kynna það fyrir Antoníu Helgu Guðmundsdóttir fá hana til að auglýsa það í Hvatarblaðinu. Æskulýðsnefnd kirkjunnar Skálholti.
4. Félagsvist.
Ákveðið var að endurvekja félagsvist og halda hana í Félagsheimilinu á Borg. Koma auglýsingu í Hvatarblaðið, kanna hvort húsið væri laust og hvað væri til af spilastokkum.
5. Samstarf við Hvöt.
Tala við formann Hvatar um samstarf.
6. Sundnámskeið.
Ræða við Gunnar Gunnarsson íþróttakennara hvort hann gæti tekið að sér að vera með sundnámskeið.
7. Zumba
Rætt um hvort athuga ætti áhuga með Zumbanámskeið fyrir börn og fullorðna.
8. Félagsmiðstöð 7. – 10. bekk.
Rætt var um fá hana meira heim á Borg og voru allir sammála um það. Skoða með að efla hana og hvort þurfi að skipta út fulltrúa okkar.
9. Fótbolta leikjanámskeið.
Ræddum um námskeið fyrir börnin á laugardögum í íþróttasal, fótbolta leikjanámskeið 1. – 5. bekk. Körfuboltanámskeið 7. – 10. bekk.
10. Félagið Ástráður.
Skoða með kynfræðslu fyrir 7. – 10. bekk hafa þá á Borg fyrir alla, Bláskógabyggð líka.
11. Uppákomudagar.
Dagur Íslenskrar tungu koma þeim meira á kortið.
12. Skólapeysur.
Ath. hvort þær séu að koma