Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

15. fundur 11. júní 2015 kl. 22:30 - 23:30 Hólsbraut 21
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Karl Þorkelsson

1.        Leiktæki og leikaðstaða.

            Rætt var um að fá sveitarstjórn til að fjármagna brettaramp fyrir börn sem búa í sveitinni og finna honum góðan stað. Á þessum römpum er hægt að leika sér á hjólum, brettum og línuskautum  m.a.  Kostnaður við kaup og uppsetningu á minnsta rampinum er innan við  4 milljónir og fyrirtækið Jóhann Helgi og co. selur og setur á upp. Það er ekkert við að vera fyrir krakka og leikaðstaða er engin fyrir utan leikskóla og skólalóð sem er ekki alltaf aðgengileg öllum. Nauðsynlegt er að aðstaða sé til staðar fyrir börn til afþreyingar.

Hægt væri að fá Ungmennafélagið Hvöt í lið með fjármögnun þar sem sveitarfélagið styrkir það um x upphæð á ári.

Getum við bætt efni síðunnar?