Fara í efni

Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd

18. fundur 16. mars 2016 kl. 18:00 - 19:00 Félagsheimilinu Borg
Nefndarmenn
  • Hugrún Sigurðardóttir formaður
  • Karl Þorkelsson
  • Steinar Sigurjónsson
Hugrún Sigurðardóttir

1.        Ungmennaráð.

            Æskulýðsnefnd tilnefnir Bjarka Bragason og Aron Þormar Lárusson til setu í ungmennaráði og er Gerði tómstundafulltrúa sveitarfélagsins falið að ganga frá því.  

 2.    17. júní.

            Talið var það sem til var eftir 17. júní 2015 og ákveðið að panta það sama í ár. Til eru um 40 fánar og einhverjar rellur. Einnig var ákveðið að tala aftur við nemendafélag og fá þau til að hjálpa til við undirbúning og frágang þar sem það tókst vel í fyrra. Karl ætlar að panta hoppukastala og Hugrún að skila því sem gallað var í fyrra og tala við Lindu um að panta það sem vantar. Finna þarf ræðumann til að tala á 17. júní.

             Ákveðið að funda aftur í lok apríl / byrjun maí og klára undirbúning fyrir 17. Júní.

Getum við bætt efni síðunnar?